Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1920, Side 85

Búnaðarrit - 01.01.1920, Side 85
BÚNAÐARRIT 79 við það komandi, að fjelögin vildu líta við þriggja vetra hrossum, nema ef vera skyidi síðar um haustið, ef ein- hver viðbót yrði fram yflr hina áðurnefndu 2000 hesta. Við þessu tilboði húsmannafjelaganna setti jeg þvert nei, fyrir hönd islensku stjórnarinnar. Skýrði jeg stjórn fjelaganna frá, að al-óhugsandi væri að íslenskir bændur gætu sætt sig við þessi neyðarkjör, og kvaðst jeg mundi leggja móti afskiftum landsstjórnarinnar af hrossasölunni,. ef þeir vildu ekki hækka tilboð sitt að mun, eða að mjer lánaðist að útvega hærri boð frá öðrum. Stjórn fjelaganna svaraði mjer á þá leið, að eftir því sem horfur væru, hefði hún ekki á móti því, að sala ís- lenskra hesta færi fram á frjálsum markaði, því að þá gæti hver og einn keypt eftir vild sinni. Staðhæfði hún, að þá mundi verðið lækka að mun, frá því tilboði, sem hún hafði gert. Verð á íslenskum hestum hlyti altaf að vera í samræmi við markaðsverð danskra hesta, en á því hefði orðið stórfeldar breytingar frá því árinu áður. Danir fengju nú ekki meira en 2000 til 2500 krónur fyrir fullorðna hesta á Þýskalandi, en árið áður hefðu þeir fengið 4000 til 4500 krónur fyrir hestinn. Stjórnin hjelt þvi og fram, að betur borgaði sig fyrir húsmenn að gefa 1000 krónur fyrir tveggja vetra danskan hest, — en þaö var þá markaðsverð danskra hesta á þeim aldri, — heldur en að kaupa íslenskan hest fyrir lægra verð, því að danski hesturinn ætti fyrir sjer að batna, og verðmæti hans því að aukast með aldrinum, en hinsvegar gerði hann eigandanum þegar á þessum aldri jafnmikið gagn sem íslenskur hestur. Þessu svaraði jeg svo, að mjer væri enn ekki fullkunnugt um, hvort mat þeirra á íslenskum og dönskum hestum væri sanngjarnt, og í öðru lagi vissi jeg ekki um, hvort verð það, er þeir borguðu okkur í fyrra, hefði verið nægilega hátt. Jeg liti svo á, að árinu áður hefði útflutningur hross- anna verið slíkum skilyrðum bundinn, að í raun og veru hefði ekki verið um frjálsan markað að ræða, enda hefði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.