Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 86
'80
BTJNAÐAERIT
tíminn þá verið alt o£ naumur, til þess að undirbúa
söluna á fullnægjandi hátt. Jeg tók það og fram, að jeg
hefði nú snúið mjer fyrst til fjelaganna af þeim ástæð-
um, að þau hefðu keypt hestana árið áður, og þá verið
ánægð, bæði með hestana sjálfa og allar ráðstafanir, er
söluna snertu. Hinsvegar væri mjer einnig kunnugt, að
hestaeigendur á íslandi, sem nær eingöngu væru bændur,
væru því heldur hlyntir, að hestarnir yrðu þeim seldir,
en þó auðvitað því að eins, að jafn-góð tilboð fengjust
hjá þeim eins og annarsstaðar. Að skilnaði gat jeg þess,
að mjer væri ánægja að eiga tal við þá síðar meir, ef
tilboði þeirra yrði breytt á þann hátt, að útlit væri til
samkomulags.
Þessum fundi sleit þá þannig, að enginn varð árang-
urinn. Þótti mjer ískyggilegt, hve einbeitt stjórnin var
í framkomu sinni, og vakti það hjá mjer ótta um, að
hún hefði áður borið ráð sín saman við aðra hrossa-
kaupendur, því að ólíklegt þótti mjer, að hún vildi
þannig, þegar í upphafi, loka öllum samningaleiðum
okkar á milli, ef hún hefði átt á hættu, að jeg fengi
betri tilboð frá öðrum.
í Danmörku höfðu fram að þessum tíma aðallega tvö
firmu fengist við kaup á íslenskum hestum, P. Wester-
gaard & Sön og Brödr. Zöllner. Ennfremur Jensen dýra-
læknir, en hann var einn í stjórn húsmannafjelaganna.
En til Bretlands höfðu einkum þeir Charles Mauritzen í
Leith og Louis Zöllner í Newcastle flutt hesta hjeðan.
Var mjer kunnugt, að þeir P. Westergaard og Brödr.
Zöllner voru í samvinnu við firmu á Englandi, er önn-
uðust hrossasöluna á breska markaðinum.
Jeg vænti mjer því góðs af að leita tilboða hjá þess-
um mönnum, því að þeir gætu selt hestana, bæði í
Danmörku og á Bretlandi, og þannig keypt allan þann
hestafjölda, sem við vildum selja, ef samningar tækjust
á annað borð um verð og aðra skilmála. Þó þótti mjer
rjettara að láta málið eiga sig í nokkra daga, og bíða