Búnaðarrit - 01.01.1920, Síða 97
BÚNAÐARRIT
91
„Geir“ gerði nefndinni þann stórgreiða, að fiytja rúm 7
tonn af heyi endurgjaldslaust frá Kaupmannahöfn, og
var sú hjáip sjerstaldega mikils virði fyrir þá sök, að
um þær mundir var öllu vörurúmi í þeim skipum, sem
gengu á milli landanna, ráðstafað löngu fyrir fram, og
gátum við því einungis fengið lítið flutt með þeim.
Flutningurinn hjeðan gekk greiðlega, og hver farmur
var borgaður jafnóðum, eins og tilskilið var í samningn-
um. En brátt tóku að berast ýmsar kvartanir frá kaup-
«ndunum, þótti þeim talsverðir gallar vera á hestunum;
en við nefndarmenn litum svo á, að þær kvartanir væru
á litlum rökum bygðar. Kaupendurnir hjeldu þó áfram,
að tjá óánægju sína, og urðu kvartanir þeirra alvarlegri
og ákveðnari eftir því sem á leið. Nú stóð svo á, að
jeg þurfti hvort sem var að fara til útlanda, meðal ann-
ars í ýmsum erindum útflutningsnefndarinnar, og ýtti
þetta heldur undir mig, að leggjast eigi þá ferð undir
höfuð.
Tók jeg mjer því fari hjeðan með „íslandi" hinn
1. september. „ísland“ var þá með fullfermi af hest-
um, og veittu kaupendur þeim farmi viðtöku og borg-
uðu hann. Sama er að segja um þann farm, sem
„Yillemoes" kom með til Kaupmannahafnar hinn
12. september. Þó kvartaði málaflutningsmaður kaup-
enda enn yfir þeim farmi, og afhenti hann umboðs-
mönnum okkar brjef, þar sem fullyrt var, að hestarnir
íullnægðu ekki fyrirmælum samningsins, og að illa hefði
farið um þá á leiðinni, vegna ófullkomins útbúnaðar á
skipinu, enda hefðu þrír þeirra drepist. Hins vegar heyrði
jeg á kaupendunum sjálfum, að þetta væri fallegasti
farmurinn, sem þeir hefðu fengið. Gerði jeg mjer því
vonir um, að þessi umkvörtun mundi hjaðna niður.
Að þessum síðasta farmi meðtöldum, voru þá alls
komnir 2217 hestar til Danmerkur, en ekki hafði kaup-
endunum tekist að selja nema 800 þeirra. Voru sölu-
horfurnar þá þegar alt annað en góðar. Skömmu síðar