Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 108
102
BÚNAÐARRIT
ings, enda bygðist hún á getsökum einum, og leitaðist
höfundur jafnvel ekki við, að rökstyðja aðdróttanir sínar.
Má fcað heita fremur lítilmannlegt atferli, en nefndinni
gat það í Ijettu rúmi legið. Hitt er verra, ef skaði
hlytist af, því ástæða er til að ætla, að bændur hafl
látið freistast af þessum ósannindum, og þess vegna
fargað færri hrossum, en þeir annars mundu hafa gert.
Loks vil jeg geta þess, að flrmað Dines Petersen & Co.
hafði umboð nefndarinnar erlendis, og veitti henni ágæta
aðstoð. Þess skal og þakklátlega minst, að herra skrif-
stofustjóri Jón Krabbe var jafnan boðinn og búinn til
þess að greiða götu nefndarinnar. Bestu aðstoðarmenn
hennar hjer innanlands voru markaðs-haldararnir, sem
allir ræktu starf sitt með stökum dugnaði og samvisku-
semi.
Finnist mönnum, að jeg hafi verið of langorður um
málefni þetta, leyfi jeg mjer að geta þess, að það eitt
heflr vakað fyrir mjer, að myndin gæti orðið sem skýr-
ust, og sannleikanum sarakvæm.
Reykjavík í febrúar 1920.
Thor Jensen.