Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 111
BÚNAÐARRIT
105
mjög fá fjelög hjer á landi enn, sem hefir tekist það,
að ala upp kýr, sem skara fram úr meðaltali mæðra
þeirra; en það er það mesta, sem hvert fjelag á að gera,
og það er auðvitað aðal-takmark fjelagsins, því þá fyrst
batnar kynferðið, er það tekst.
En til þess, að það takist, þarf fyrst og fremst, að
finna bestu kýrnar. Að þeim er verið að leita með
skýrslugerðinni, og af samanburði þeim, sem hægt er
að gera á kúnum eftir skýrslunum, sjest hvaða einstak-
lingar eru bestir. En þó þar sjáist hvaða einstaklingar
eru bestir sem afurðaskepnur, þá er hvergi nærri víst,
að bestu afurðaskepnurnar sjeu bestu kynbóta-skepnurnar,
þó líkindi sjeu til þess. — Góðu kýrnar geta sem sje
verið yfirbrigði af ljelegum- eða miðlungs-stofni, óhrein-
kynja, og því haft í sjer vísir til mikillar og lítillar nyt-
hæðar, eða þá í þriðja lagi, verið kynhreinar með sína
góðu eiginleika.
í fyrstu verður aldrei sagt fyrir, hvort heldur er.
Kýr sem t. d. mjólkar 4000 kg. um árið, getur verið
eitthvað af þessu þrennu, og þekkist ekki ætt hennar
eða afkvæmi, verður ekki sagt, hvað hún er helst. Því
er svo nauðsyniegt að rannsaka og þekkja ætterni kúnna.
í eldri fjelögunum er nú þetta rannsakað nokkuð, og
þar með eru fengnar líkur fyrir því, hvaða kýr af bestu
kúnum muni reynast best. En vissa fæst ekki, fyr en
kýrnar, sem undan góðu kúnum eru aldar, sýna sig í
reyndinni. Hjer á landi hefir þennan grundvöll, undir
framtíðarstarf fjelaganna, vantað til þessa; en nú verður
að leggja alla áherslu á það, að fá hann, og auka við
það af honum, sem þegar er fengið.
Jeg skal nú hjer á eptir nefna nokkrar bestu kýrnar
í norðlensku og vestfirsku fjelögunum, og með því benda
á, hvar þær kýr eru, sem undan á að ala lífkálfa. Því
meiri líkur eru til þess, að þeir verði góðir, en kálfar
undan miðlungs-kúm, og þaðan af verri. Það er slæmur