Búnaðarrit - 01.01.1920, Síða 113
BtiXABAREIT
107
Undan honum eru 7 kýr á fjelagssvæðinu, og mjólka
þær að meðaltali liðug 500 kg. meira en mæður þeirra,
og þó ieyndust þær í góðu meðallagi. Hefði Sóti verið
notaður lengur, eða eins lengi og hægt var, mundu nú
vera til margar kýr undan honum, og meðal-kýrnytin í
fjelaginu miklu hærri en nú er. Sýnir þetta, hvílík fá-
sinna það er, að farga sæmilega ættuðum karldýrum,
fyr en sýnt er, hvernig afkvæmi þeirra reynast.
2. Svarfdælafjelagið. Jeg nefni hjer nokkrar
bestu kýrnar:
Orön, rauðkollótt, með svartar granir, fædd 1901;
frá Göngustaðakoti í Svarfaðardal. í 10 ár, 1907—’08
til 1917—’18, mjólkaði hún að meðaltali 3555 kg., með
4°/o meðalfitu.
Flóra, frá Garðshorni, fædd 28. des. 1907, mjólkaði í
5 ár, 1913—''14 til 1917—’18, að meðaltali 3128 kg.,
með 3,71°/o fitu.
Hyrna, rauðhjálmótt, frá Þverá, fædd 3. nóv. 1910,
mjólkaði að meðaltali í 5 ár, 1913—’14 til 1917—’18,
2858 kg., með 3,3#/o fitu.
Búbót, rauðhjálmótt, kollótt, frá Sökku, fædd 1909,
mjólkaði að meðaltali í 5 ár, 1913—’14 til 1917—’18,
3200 kg., með 3,74°/o fitu.
Bíikolla, frá Ytra-Hvarfi, svartskjöldótt, kollótt, mjólk-
aði í 5 ár, 1913—’14 til 1917—’18, að meðaltali 2992
kg., með 3,48°/o fitu. — Ýmsar fleiri kýr mætti nefna
í þessu fjelagi, sem teljast rnega all-góðar, og ala ætti
undan lífkálfa, svo sem „Gjörð“ á Melum, „Skrautu" á
Hamri, „Grímu" á Hæringsstöðum, „Bót“ og „Gránu“
á Atlastöðum, „Grímu“ á Helgafelli, „Grásu“ á Bögg-
versstöðum og íleiri. — Yfirleitt eru ekki í neinni sveit,
sem nautgripafjelag er í, fleiri góðar kýr, að tiltölu við
kúafjöldann, heldur en í Svarfaðardal; og Svarfdælingar
ættu ekki að láta lifa kvígukálf undan kú, sem ekki
örjólkar 3000 kg. um árið, nema hún þá hafi þvi