Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 115
BÚNAÐARRIT
109
gera sjer bestu voDÍr um, að þar megi fá góðar kýr, til
að byggja á framtíðarstarf fjelagsins. En upplýsingar um
ætt, burðardag, feitimagn og aldur vantar, en til þess
alls þarf að taka tillit. — Bestu kýrnar virðast þessar:
Skrauta í Mýrarkoti, Skjalda og Huppa á Hrauni,
Rjúpa í Hólakoti, sem mjólkaði 4179 kg. árið 1917—’18,
Huppa í Nýlendu, Hjáhna á Skuggabjörgum, Dimma á
Torfhóli, Branda í Hofsgerði, Hjálma í Hofsós og
Brana á Miklabæ.
6. Yiðvíkurhreppsfjelagið í Skagafirði er
orðið nokkuð gamalt, en þó ekki enn komið yflr barn-
dómsárin, og ekki enn búið að koma skýrslugerð sinni
í sæmilegt horf; vantar burðardaga og fleiri upplýsingar
sem þar eiga að vera skráðar.
Bestar virðast þessar kýr, sem allar mjólka yfir 3000
kg.: RauðJcolla í Kolkuósi, Gráhjálma í Brimnesi,
Grána í Kýrholti, Huppa í Viðvík o. fl.
7. Langadalsfjelagið í Húnavatnssýslu er
kornungt, en á margar góðar kýr. Bestar virtust mjer:
Laufa, frá Holtastöðum, fædd 1909, mjólkaði til jafn-
aðar í 3 ár, 1915—’16 til 1917— 18, 3206 kg., með
3,73°/o fitu.
Fríða, frá sama bæ, mjólkaði til jafnaðar þessi sömu
ár, 2833 kg., með 4,l°/o fltu.
Gangfríð, frá Hvammi, fædd 1908, hefir mjólkað þessi
ár til jafnaðar sömu nyt og „Fríða", með svipaðri fltu.
Dumba, frá Glæsibæ, fædd 1905, mjólkaði áðurnefnd
3 ár, 4235 kg. til jafnaðar á ári, með 3,42% fitu.
Branda, frá Svangagrund, fædd 1910, mjólkaði þessi
fyrnefndu ár, 3266 kg. til jafnaðar á ári, með 3,37% fitu.
TJndan þessum kúm ætti ekki að farga kvígukálfum.
8. Svínavatnshreppsfjelagið í Húnavatns-
sýslu er ungt, en ekki nærri eins góðar kýr í því og i