Búnaðarrit - 01.01.1920, Qupperneq 117
BÖNAÐARRIT
111
Svört hefir mjólkað seinni árin 2800—3094 kg. um
árið, með 3,73—4,33% fltu.
11. Önfirðingafjelagið í V.-ísafjarðarsýslu er
ekki gamalt, enda er því mjög ábótavant í ýmsu. —
Bestu kýrnar virðast vera: Qrána frá Þórustöðum, Qrána
frá Hesti, og Dumba frá Vífllsmýri. Hafa þessar kýr
mjólkað, sum árin, um og yflr 3000 kg. Qrána frá
Þórustöðum mjólkaði 1914—’15, 3643 kg., með 4,53°/o
fitu. — Ætti ekki að lóga kvígukálfum undan þessum
kúm.
Jeg hefi ráðist í að skrifa þessa grein, og með henni
benda á bestu kýrnar í fjelögunum. En erfitt er að fyrir-
byggja misskilning, af því, að af skýrslum fjelaganna
sjest ekki ýmislegt, sem getur gert það að verkum, að
bestu kýrnar njóti síu ekki, svo sem hirðingin, fóður-
tegundirnar o. fl. En þetta ættu eftirlitsmennirnir að
taka með á skýrslurnar, eða geta um það í athugasemda-
dálkinum. — Jeg ætlast til, og vonast eftir, að eftirlits-
mennirnir athugi:
að ættfæra bestu kýrnar,
að láta ekki lóga kvígukálfum, undan góbum kúm og
vel ættuðum,
að nota að eins naut undan bestu kúnum, og helst ekki
kúm, sem mjólka minna en 3500 kg., á Norðurlandi,
að gera sitt ýtrasta til, að viku-mælingarnar verði sem
rjettastar og nákvæmastar — og nefni jeg þá síðast
það, sem mest á ríður.
Kletti, í janúar 1920.
Páll Zóphóníasson.