Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 126
120
JBÚN A.Ð ARKIT
gildi, að vita með hverju, og á hvern hátt, feður vorir
unnu.
Vjer höfum, enn sem komið er, gert lítið að því, að
vekja menn til starfa, segja í hverju sje ábótavant, og
hvert stefna eigi. Fátt er gagnlegra í þessum efnum, en
góðar sýningar, og vel sje þeim, er hjer hafa hafist
handa, og byrjað á starfinu. — Tvær iðnsýningar hafa
verið haldnar í Reykjavík (1888 og 1911), og auk þess
nokkrar hjeraða- og fjórðunga-sýningar, einkum á
Norðurlandi. Þar hefir mest verið sýndur heimilisiðnaður,
og konur aðallega staðið fyrir þeim sýningum. — Bú-
fjársýningar hafa verið haldnar nokkrar síðan um aida-
mótin, fyrir tilstuðlun Búnaðarfjelags íslands. En verk-
færasýning hefir hjer engin verið háð. — Það er því
mikils um vert, að þessi sýning fari sem best úr hendi,
en það er undir því komið, að hluttakan verði sem al-
mennust, og að engir, sem hafa eitthvað gagnlegt að
sýna, dragi sig í hlje.
Hjer fer á eftir skrá yfir muni þá, sem ráðgert er,
að taka á sýninguna:
I. Jarðyrkj uáhöld.
1. Vjelar: Dráttarvjelar, með tilheyrandi plógum,
herfum, skurðgröfum, og öðrum vinnutækjum.
2. Hestverkfæri: Plógar, herfi, akurslóðar,
hestarekur, valtarar, áburðardreifarar (fyrir húsdýraáburð
og tilbúinn áburð), forardreifarar, sáðvjelar (fyrir korn,
grasfræ, rótarávexti og jarðepli), raðhreinsarar, jarðepla-
upptakarar o. s. frv., alt af ýmsum gerðum, og til not-
kunar undir ýmsum kringumstæðum.
3. Handverkfæri: Rekur, skóflur, kvíslar,
ristuspaðar, fyrirskarðarhnífar, torfljáir, malhögg (hakar),
íshögg, járnkallar, pálar, handbörur, hjólbörur, klárur,
sköfur, taðkvarnir, sjerstök skurðgerðaráhöld, svo sem:
skurðstunguspaðar, ræsaspaðar, pípuræsasköfur, pípukrók-
ar, móskerar o. s. frv., allt fyrir ýms störf og kringumstæður.