Búnaðarrit - 01.01.1920, Side 133
BÚNAÐARRIT
127
Vjelar og plógar eru næsta mismunandi að gerð, og
er um margar vjelar að velja.
Kostnaðurinn við þessar bíl-plægingar er mismunandi,
eftir því, hvað plógurinn er notaður mikið, og stór svæði
eru plægð, sem liggja samfelt. Sje einn af stærri plóg-
unum notaður, og unnið með honum minst 100 daga
á ári, er kostnaðurinn talinn 19 kr. á hektar. Með
hestum er þessi sama vinna talin að kosta 23 kr. En
þess ber að gæta, að hjer er að ræða um akurlendi,
sem að sjálfsögðu er 3—5-falt auðunnara en óræktað
land hjer, og að hestar eru í Svíþjóð stærri og sterkari
en hjer.
Að síðustu er talað um, að bíl-plægingar muni hafa
mikla þýðingu fyrir landbúnaðinn, einkum á stórbýlum,
hestunuin megi fækka, og færri starfsmenn þurfi að
hafa. Verkin gangi fljótar frá hendinni, og því hægra að
vinna þau, á hinum hentugasta tíma. Á hinn bóginn
sje eigi næg reynsla með bíl-plóga, að sjálfsögðu muni
þeir enn taka miklum umbótum.
Það sem sagt heflr verið hjer að framan, er aðallega
eftir ritgerð Viktor Jonson’s. í annari grein í sama blaði,
eftir Sv. Alwerud, er skýrt frá reynslu Ameríkumanna í
þessum efnum. Það á að vera bygt á fjölda tilraunum
og athugunum, og eru sögð meðaltöl. Af því, sem þar
er sagt, skal nefna:
Bíl-plógvjelar endast 7—8 ár, ef vel er með þær farið,
og unnið með þeim 50 daga árlega. — Viðhaldskostn-
aður vjelanna er talinn 4°/o árl. af kaupverðinu, en það
má telja frá 6—30,000 kr. Á dag (10 tíma.) er talið,
að hægt sje að plægja 2—4 hektara. — Vitanlega er
þetta á akurlendi. — Að meðaltali er talið, að eyðist
fyrir hvern hektar, sem plægður er, rúmir 30 lítrar af
olíu (til brenslu), og nær 2 lítrar af olíu (til smyrsla).