Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 5
BÚNAÐARRIT
219
nautgripafjöldann í landinu á nokkrum frásögnum í ís-
lendingasögunum og máldögum kirkna, klaustra og
biskupsstólanna. En allar pessar heimildir verður að
nota varlega í þessu tilliti, einkum íslendingasögurnar.
Þær hafa vilt mönnum sýn, enda engar vísindaheimildir.
Um máldaga kirkna er öðru máli að gegna og forna
reikninga klaustra og stóla, sjeu þeir skildir rjett. Menn
hafa misskilið búfjáreign staðanna, eða hve miklum bú-
peningi þeir framfleyttu.
I þessum inngangi verð jeg að minnast lítið eitt á
þá helstu staði i fornsögunum, þar sem sagt er frá bú-
fjáreign manna. En þá má vefengja sem sannsögulegar
heimildir. Tökum til dæmis söguna um stórbúskap Guð-
mundar ríka á Möðruvöllum. Það er sagt að hann hafi
haft á búi sínu 120 kýr og 120 hjú. Um Ljósvetninga-
sögu, sem þetta er í, segir dr. Finnur Jónsson, að tölu-
verð missmíði sjeu á henni, og það sje sýnilegt, að
síðar hafi verið skotið inn í frumsöguna 5.—12. kaflan-
um, af þeim er rituðu söguna upp á síðari timum;
þeir hafi rifið í sundur það, sem saman átti o. s. frv.1).
En sagan um kýrnar er einmitt í 5. kafla sögunnar,
þar sem skáldskapurinn hefst. Sje nokkur fótur fyrir því,
að Guðmundur ríki hafi átt 120 kýr, og þá sjálfsagt
ekki færri geldneyti, má telja víst, að nautgripum hans
hafi verið skift niður á margar jarðir eða fleiri en eitt
bú. Ríkir menn áttu þá venjulega mörg bú, hver fyrir
sig. Hann gat einnig haft mikið af nautgripunum í fóðr-
um að vetrinum hjá landsetum sínum, eins og þá var
mikill siður og hjelst lengi við.
Að þessu búskaparlagi stórbænda í fornöld verður síðar
vikið.
Á Breiðabólsstað í Reykholtsdal, sem er fremur lítil
jörð, er sagt að Hörður Grímkelsson hafi haft 30 kýr
1) Bókmentasaga íslands, 256.