Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 7
BÚNAÐARRIT
221
sem fyrir löngu er komin í eyöi, hafl nokkru sinni getaö
borið 60 kýr og sjálfsagt annaö eins af geldneytum,
ásamt öðrum venjulegum búpeningi. Jeg hefl þó í huga
það sultarfóöur, sem kúm var ætlað til forna, samkvæmt
eistu Búalögum, og útbeit á öllum geldum búfjenaði,
eins og þá tíðkaðist. — Á þetta verður bent síðar og
það nánar athugað.
Ekki er sú saga ótrúleg, að Rútur hafi tekið 20 naut
frá Höskuldi Dalakollssyni og skilið jafnmörg eftir1 2).
Laxdæla er i flestu ábyggileg saga, nema helst Bolia-
þátturinn. En af þessu verður ekkert vitað um kúaeign
Höskuldar, því að orðið naut var oft í fornöld, og jafn-
vel fram á 17. öld, haft jafnt um kýr og geldneyti.
Sennilega hefir Höskuldur átt engu færri geldneyti en
mylkar kýr, og mætti giska á að hann hafl átt samtals
40 nautgripi, auk kálfa, og hafl þá mylkar kýr hans
verlð um 15. Þetta mun hafa verið hæflleg áhöfn á jörð-
inni í fornöld, en hún var að fornu metin 40 hundruð*).
Eigi verður sjeð að sú jörð hafi neitt verulega gengið
úr sjer frá því í fornöld. Túnið og engjarnar virðist
ekkert hafa getað breytst til hins verra.
Hjer hefi jeg þá bent á þá staðina í fornsögunum,
sem menn hafa mest bygt á hugmyndir sínar um kúa-
fjöldann á íslandi í fornöld. En af því, sem að framan
er sagt, eru þessar söguheimildir að litlu hafandi. En úr
geldneytafjöldanum hafa menn eigi gert of mikið að
mínu viti. Geidneytin munu hafa verið arðsamari en
mylkar kýr. Á góðum beitarjöiðum hafa að líkindum
oftast verið fleiri geldneyti en kýr, bæði ung og gömul.
í fornöld og lengi fram eftir öldum var geldneytum
beitt út að vetrinum, nálega eins og hrossum er alment
beitt nú á tímum. Einkum gengu gamlir uxar vel úti
á vetrum, jafnvel þótt nokkur harðindi væru. Sagt er
1) Laxdæla, 19. kap.
2) Johnsens jarðamat, 166.