Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 15
BTJNAÐARRIT
229
felli úr hor þau kúgildi, sem jörðunum fylgi, er þeir
búa á. Þetta telja þeir skaðlegt og þurfi að reisa skorð-
ur við því. Þeir kalla þetta ranglæti, sem ekki megi
lengur viðgangast. Dómsmennirnir dæma svo að lands-
drotnar fái sín kúgildi af því sem lifi til sumars, en
þeir, sem fóðurfjenað eigi, fái engar skaðabætur1)
Um 1500 átti Guðni Jónsson, sýslumaður á Kirkjubóli,
330 málnytukúgildi á leigustöðum hjá eitthvað um 50
búendum um Borgarfjörð og Mýrar2). Það er til jafnaðar
rúmlega 6 kúgildi á hverjum bæ. Guðni Jónsson var
ekki landsdrottinn þessara bænda, en hann var einskonar
búfjárlánsstofnun í því hjeraði. — Klaustrin og stólarnir
áttu líka mörg hundruð málnytukúgildi á leigustöðum,
auk þeirra kúgilda, sem fylgdu jörðum þeirra, og leigu-
takar guldu af okurleigu.
Jafnvel biskuparnir rendu hýru auga til málnytukú-
gildanna og áttu þau mörg.
Jón biskup Arason átti t. d. 98 málnytukúgildi. Synir
hans Ari og Björn áttu báðir samtals 29H1/? kúgildi
með jörðum8). Ögmundur biskup átti I21V2 kúgildi á
31 jörðu4 5). En Gottskálk biskup, kallaður hinn grimmi,
var biskupanna mestur í þessu. Hann átti með jörðum
sínum samtals 517 málnytukúgildi6).
Kúgildin gengu sjerstæð kaupum og sölum í tuga og
hundraðatali. Einar Oddsson hafði t. d. til kaups við Ásu
Egilsdóttir, meðal annars, 60 búfjárkúgildi, þegar hjú-
skaparmáli þeirra var ritaður (1480)6).
Gott var fyrir þá gifta menn, sem eigi voru vel við
eina fjöl feldir í kvennamálum, að eiga mikinn málnytu-
1) Fornbrjefasafn VII, 725—26.
2) Fornbrjefasafn VII, 742—46.
3) Safn til sögu íslands I, 129—31.
4) Safn til BÖgu íslands I, 126.
5) Fornbrjefasafn VIII, 726—32.
6) Fornbrjefasafu VI, 295.