Búnaðarrit - 01.06.1927, Qupperneq 16
230
BUNAÐARRIT
pening. Ólafur biskup Rögnvaldsson kvittaði t. d. Runólf
bónda Höskuldsson fyrir hórdómsbrot (1471), þegar hann
íjekk 15 málnytukúgildi ásamt fleiru frá Runólfl1). Síðar
]jet Runólfur biskup þennan fá 10 málnytukúgildi til
sátta2). Það var hagnaður fyrir suma biskupana og kirkj-
una að ríkir menn voru í ýmsu brotlegir.
Búfjáreign nokknrra bænda. í Sturlungu er sagt
frá nautgripaeign Ingjaldar bónda á Skarfstöðum, þegar
Einar Þorgilsson rændi bú hans 1171. Ingjaldur var
tengdasonur Hvamm-Sturlu. Um þessar mundir voru
deilur miklar og málaferli milli þeirra Hvamm-Sturlu
og Einars Þorgilssonar. Sturla þrjóskaðist við að gjalda
lögmætar sektir til Einars, og fór þá Einar á næturþeli
suður að Skarfsstöðum, sem voru í nágrenni við Hvamm,
og rak burt úr íjósi Ingjaldar Gufu-Hallssonar 13 naut-
gripi, en skildi eftir 1 kvígu. Hann tók einnig sauðfjen-
að, sem inni var á Skarfsstöðum þessa nótt8)
Af þessu má sjá, að Ingjaldur hefir átt 14 nautgripi
heima á fóðrum þennan vetur, kýr og geldneyti. Það
var um haust eftir veturnætur að þessi atburður gerð-
ist. Skarfstaðir eru að fornu mati 40 hundraða jörð4),
og má af því skilja, að nautgripaeign Ingjaldar var eigi
sjerlega mikil.
Það er nokkuð athyglisvert, að sumir ríkustu bænd-
ur fyr á öldum bjuggu á kirkjujörðum, sem áttu bú-
fjenað mikinn, t. d. Reykholti, Stafholti, Yatnsfirði
o. s. frv. Hafi t. d. allur búfjenaður Stafholfskirkju verið
heima þar að vetrinum gat ábúandinn ekki haft mikinn
skepnufjölda sjálfur. Þegar Snorri Sturluson setti saman
bú í Reykholti um 1206 og sjera Magnús Pálsson,
Sölvasonar prests, skilaði staðnum af sjer, voru þar 20
kýr og 150 ásauðir, sem staðurinn átti. Gat nú Snorri
1) Fornbrjefasafn V, 600.
2) Fornbrjefasafn V, 602.
3) Sturlunga I, 120.
4) Johnsens jarðamat, 167.