Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 17
BÚNAÐARRIT
231
bóndi haft mikinn búpening á Reykholti með kirkju-
fjenu? Þetta má athuga nánara. — Túniö í Reykholti
hefir aldrei verið stærra eða betur hirt en það er nú,
og engjarnar hinar sömu og þær voru á 13 öld. Þetta
geta allir skilið, sem kunnugir eru í Reykholti og hafa
sæmilegt vit á jarðvegsmyndun og gróðrarlagi. En beiti-
landinu hefir sýnilega hnignað þar á sumum stöðum.
Samkvæmt sfðasta jarðamati (1915 — ’16) fá matsmenn
jarðarinnar þær upplýsingar, að túnið í Reykholti gefi
af sjer 400 hesta af töðu en engjar 600 hesta útheys.
Þar er nú talið að ala megi 7 kýr, 1 vetrung, 160 fjár
og 14 hross1). Það er eigi gert ráð fyrir mikilli beit,
enda er Reykholt lítil beitarjörð. Á töðunni, 400 hestum
(hjer um bil 180 pd. hver hestur), hefði Snorri getað
alið 37 kýr síðbærar eða geldmjólkar, en hálfu færri kýr,
sem gefið var til nytjar, eins og fornmenn komust að
oiði. En það er ekki líklegt, að Reykholtstúnið hafi þá
gefið eins mikið af sjer og nú gerist, alt sljett og vel
borið á. Að þessu verður siðar vikið þar sem bent verð-
ur á töðufallið af eyrisvellinum forna, eins og Búalög
gera ráð fyrir. — Útheyið í Reykholti er eigi kýrgæft,
og fornmenn höfðu mest töðu handa kúm sínum eða
nytgæft hey, sem þeir kölluðu (taða og stör). Þetta, sem
hjer er sagt, bendir á, að Snorri hafi eigi getað haft
stórt bú í Reykholti um fram búfjenað staðarins. Nú er
það vitað, að fyrirrennarar hans í Reykholti, þeir prest-
arnir Páll og Magnús, voru búmenn miklir og auðugir.
Kirkjufjeð var miklu meira en hálf áhöfn á jörðina og
má ætla að svo ríkir menn hafi átt miklu meiri bú-
fjenað en Reykholt gat borið. f*eir munu hafa átt mál-
nytufjenað á leigustöðum eins og sjera Þórir í Deildar-
tungu. Á dögum sjera Magnúsar Pálssonar í Reykholti
eignaðist staðurinn 3 jarðir. Þær voru allar í grend við
Reykholt, og má vera aö sjera Magnús hafi náð þeim undir
1) Jarðamatsbók Borgarfjarðarsýslu, 230—32.