Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 20
234
BÚNAÐARRIT
armál það árið var háður mjög mannskæður bardagi í Bæ
í Borgarfirði. Þeir áttust þar við Sturla Sighvatsson og Þor-
leifur í Görðum á Akranesi. Daginn eítir bardagann fór
Sturla út að Görðum og rændi frá Þorleifi bónda um 30
uxum og 120 sauðum1 2 3 4 5). En öll þessi naut hafa verið í
Görðum veturinn áður, því þetta var nokkru fyrir elda-
skildaga. En þau hafa máske verið í hagabeit mikið af
vetrinum uppi í Skorradal. Garðakirkja át.ti árið 1220 beiti-
land handa öflum nautum í Svanga og á Gagnheiði handa
öllum sauðum. Staðurinn átti 10 kýr, 78 ásauði og 30
geldfjár, og aðeins hálft heimalandið en enga aðra jörð*).
Mjer þykir eigi sennilegt, eftir túnstærðinni þar, að
kirkjubóndinn í Görðum hafi átt sjálfur heima á staðn-
um meira en 10 kýr, auk þeirra 10, er kirkjan átti, nema
hann hafi átt þær í vetrarfóðrum eða á leigustöðum.
Þegar Þorvaldur Snorrason í Vatnsfiiði rændi hjá
Lofti á Mýrum í Dýrafirði, voru þar 20 kýrs). Þetta var
um hásumar og verður því eigi vitað, hvort allar þessar
kýr voru heima á Mýrum að vetrinum, þótt það sje
sennilegast. Loftur átti eigi fleiri kýr, eins og vísan i
Sturlungu bendir til, þar sem ránsins er getið. Mýrar
eru góð jörð, og að fornu mati 65 hundruð*).
Tíu kýr á búi á stórjörðum mun hafa þótt lítið á
Sturlungaöld. Á það bendir sagan um Þorgrím alikarl
á Laugalandi. Hann hafði þar aðeins 10 kýr og þótti
iítið6). Hafa eflaust fleiri kýr verið á Laugalandi áður
en Þorgrímur kom þangað. Mjer finst margt benda til
þess, að á mörgum höfuðbólum eða stórjörðum hafi íyr á
öldum verið algengt að hafa alt að 20 kýr á búi, en á
mörgum þessum stórbúum höfðu menn fleiri kýr á
1) Sturlunga II, 282.
2) Eornbrjefasafn I, 417—18.
3) Sturlunga I, 311.
4) Johnsens jarðamat, 193.
5) Sturlunga I, 295.