Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 22
236
BÚNAÐARRIT
útbeit sje þar ljett1). — Jeg tel þennan heyfeng (280
hesta af töðu og 750 hesta af útheyi) hjer um bil 22
kúa þunga og geri ráð fyrir að presturinn á Staðastað
1706 hafi lagt jafnmikið í það heymagn, sem kallast
einn „kýrþungi" eins og jeg. Hann ætlar fje staðarins
að standa inni allan gjafatímann við „traðgjöf2 fram til
fardaga. Það er hjer miðað við lengstan vetur hvað
veðurfar snertir.
Það er fyrst um og eftir miðja 18. öld að þessi jörð
fer að ganga úr sjer af sjávargangi. Við sjóinn fjekst
þar áður 12 kúa fóður af melgrasi, en eftir 1769 brýtur
þar landið, sem þessi melur óx. Þessar upplýsingar hefi
jeg fengið hjá sjera Vilhjálmi Briem, sem var um tíma
prestur á Staðastað og las það í fornu brjefi, sem hann
fann og nú er í skjalasafninu. Jeg hefi eigi getað fund-
ið það.
Mjer finst sennilegt að presturinn á Staðastað (1706)
hafi eigi notað melgrasið til fóðurs eða talið það með.
Að öðrum kosti verður að telja framburð hans um hey-
fall af jörðinni mjög vafasaman. En hvað sem öllu þessu
líður tb1 jeg víst að aldrei hafi verið hafðar á Staðastað,
jafnvel þegar kýr voru mest sveltar, íleiri kýr heima
að vetrinum en 20—25.
Þá kem jeg að þeim bóndanum, sem mun hafa átt
mestan búfjenað á 13. öld. Það er Ögmundur Helgason
í Kirkjubæ á Siðu. Hann var ranglega dæmdur útlægur
skógarmaður á alþingi 1250 og var fjeránsdómur haður
að heimili hans þá um sumarið. Það sem rekið var
þaðan og var helmingur af öllum búpeningi hans, var
sem hjer segir: 30 kýr, 12 kúgildi í geldneytum, 120
ásauðir, 50 sauðir, 70 gemiingar, 4 arðuxar (plóguxar),
20 hross, 25 svín, 50 gæshs) o. s. frv. Hinn helming
búsins átti Steinunn Jónsdóttir, kona Ögmundar, hin
1) Gjörðabók Jarðamatsnefndar Snæfellsness. 1917, bls. 319.
2) Sturlunga III, 161—62.