Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 23
BllNAÐARRIT
237
göfugasta og besta kona á Surlungaöld. Þau hjón höföu
geit með sjer helminga fjáilag, iögum samkvæmt.
Af þessu má sjá, að á búi þeirra hjóna í Kitkjubæ
hafa verið 60 kýr, 240 ásauðir, 240 geldfjár, 40 hross,
24 kúgildi geldneyta (a að giska 45 — 55 geldneyti eldri
og yngri, auk kálfa). En auk þessa 50 svin og 100
gæsir! — Þetta var eftir, þegar búið var að taka frá
búpening kirkjunnar og klaustursins. Ögmundur heflr
verið ráðsmaður yfir þeim fjenaði. En hversu mikinn
búpening átti klaustrið? Það verður eigi vitað með vissu,
en nokkuð nærri má þar fara.
Klaustrið att.i 1218: 30 kýr, 7 kúgildi í geldneytum,
180 ásauði, 120 geldfjár og 30 hross1). En nú er það
víst, að búfjáreign klaustranna fór heldur vaxandi en
minkandi á 13. og 14. öld. Það má því óhætt gera ráð
fyrir því, að klaustrið hafl eigi átt minni búfjáreign
1250 en 1218, heldur meira. Og með þvi að gera hann
eins þetta ár (1250) ætti að hafa verið þar í Kirkjubæ
90 kýr, 420 ásauðir, 31 kúgildi í geldneytum, 360 geld-
fjár og 70 hross! Það ættu allir að geta skilið, að allur
þessi búpeningur heflr eigi getað verið heima á klaustr-
inu til fóðurs að vetrinum. Hann heflr hlotið að vera
að miklu leyti á útibúum staðarins eða í fóðrum eða
hvorttveggja. Klaustrið átti (1218) 10 jarðir. — Hið
sama er að segja um búfjenað Ögmundar. Hann heflr
eigi allur verið alinn heima í Kirkjubæ heldur á úti-
búum og í fóðrum.
Kirkjubær á Síðu heflr aldrei verið neitt sjerlega stór
jörð. Hún (jörðin) heflr þó gengið mikið úr sjer siðan á
13. öld. Nokkuð af engjum og túni jarðarinnar heflr
orðið fyrir miklum skemdum af sandfoki. Nú er talið
að í Kirkjubæ megi hafa 4 kýr, 1 vetrung, 250 ásauði,
50 lömb, 100 geldkindur og 12 hross. Allur heyskapur
160 hestar af töðu og 800 hestar áf útheyi2).
1) Fornbrjefasafn I, 394.
2) Gjörðabók jarðamatsnefndar 1916, V, 49, 50.