Búnaðarrit - 01.06.1927, Page 27
BtiNAÐARRIT
241
II. Á í j órtándu ö 1 cl.
Fjórtánda öldin gekk illa í garð með feili á mönnum
og skepnum. Fyrirrennari hennar, þrettánda öldin, hafði
kvatt menn og málleysingja með eldgosum miklum,
sandfalii, landskjálfta og fjárfelli. Þessi fjárfellir hjelt
áfram næsta ár, 1301, og hafði í för með sjer mikinn
hungurdauða á Norðurlandi, einkum í Skagafirði og Fljót-
um. Er sagt að þar hafi dáið úr hungri um 500 mann-
eskjur1 2 3). Næsti fjárfellir vaið 1313, „hrossafellisveturinn*1
illræmda. Sá fellivetur kom eftir óvenjuilt óþurkasumar.
Þá fjell svo búfje manna, að „víða um sveitir urðu
menn snauðir að búfje“8). Eigi virðist þó þessi fellir
hafa haft mikil áhrif á búfjáreign norðlensku kirknanna
eftir máldögum þeirra að dæma nokkrum árum síðar.
Búf je kirkna á 14. öld.
Auðunsmáldagi. Arið 1318 gerði Auðunn biskup
máldaga yfir allar aðalkirkjur í Hólabiskupsdæmi. Þetta
máldagasafn nær yfir 94 kirkjui8). Af 94 kirkjum voru
28, sem engan búfjenað áttu eða nálega Vs þeirra. Hjá
átta kirkjum var búfjenaðurinn metinn til kúgilda, og
áttu þær til jafnaðar 3 kúgildi. En til jafnaðar áttu allar
kirkjur í biskupsdæminu, sem máldaginn nær yfir, rúm-
lega 6 kúgildi hver (6,12). En það er á að giska 3 kýr
og 18 ásauðir, þegar haft er til hliðsjónar mjög algengt
hlutfall milli kúnna og ásauðanna hjá kirkjum og á
leigufjenaði hjá bændum.
Allar hinar kirkjurnar í biskupsdæminu áttu 396 kýr
og 930 ásauði. Það er til jafnaðar rúml. 4^2 kýr (4,60)
og nálega 11 ásauðir. Níu kirkjur áttu aðeins eina kú,
þrjátíu og tvær áttu 2—9, tíu áttu 10—14 og sextán
1) Árbækur Espólins I, 17.
2) Árbækur Espólíns I, 31—32.
3) Fornbrjefasafn II, 423—89.