Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 33
BÚNAÐARRIT
247
árum áður (1387) voru á vetrarfóðrum í Bjarnastaðar-
hlíð (sem st.undum til forna var aðeins kölluð Hlíð),
9 kýr, 6 uxar, 120 ásauðir, 270 geldfjár, 110 lömb,
8 kálfar og 11 hross1 2 3).
Ef jafn margar kýr hafa verið á bessum 6 útibúum
Hólastóls árið 1374 og þar voru 1389, þá hafa verið
heima á Hólum 33 kýr. Þó er eigi víst, að allar haft
þær verið þar að velrinum, því að oft hafði staðurinn
10 kýr eða þar um í vetrareldum á nágrannajörðunum,
sem síðar mun sýnt. Eigi verður betur skilið en að
vorið 1387 hafl verið rekið heim til Hóla úr fóðrum:
13 kýr, 16 geldneyti og 162 gemlingar. Öll önnur eldi,
sem staðurinn átti það ár (að vetrinum) voru virt til
12 hundraða á landsvísu. Auk þessa fjekk staðurinn 2
mælihlöss töðu af tveim bæjum. Þetta alt samsvarar eldi
á 37Va kú eða 300 ásauðum. Þessi fóður voru kvaðir á
þessum jörðum staðarins. Auk kvaðanna var landskuldin
af þeim gífurlega há. — Og þetta sama vor var rekið
heim að Hólum 15 kýr og 11 geldneyti, sem staðurinn
fjekk upp í landskuldir af nokkrum stólsjörðunum2).
Þetta ár átti Hólastaður í byggingu á 20 jörðum
69 kýr, 306 ásauði og 4 kúgildi í geldneytum8). Jarð-
irnar virðast eigi hafa verið stólsjarðir með sínum venju-
legu kúgildum.
Um vorið 1387 kom úr eldum til Hólastóls „að norðan",
auk þess sem áður er minst á: 12 geidneyti, 5 kýr og
80 gemlingar, og annarstaðar úr norðursýalunum 40
gemlingar og 19 hrútar. En frá Hólastað var svo rekið
á fjall nokkru síðar 389 geldfjár og 182 geldneyti4).
Þessi dæmi benda á, að varasamt sje. að álykta svo,
sem gert hefir verið, að allar þær kýr, eða annar bú-
1) Fornbrjefasafa III, 407.
2) Eornbrjefasafn III, 407—412.
3) Fornbrjefasafn III, 412—413.
4) Fornbrjefasafns III, 407.