Búnaðarrit - 01.06.1927, Page 37
BUNAÐARRIT
251
eru samtals 68 jarðeignir. Sumar af þessum eyðieyjum
voru haíðar til slægna og beitar1).
Þegar Árni Magnússon tók búfjártal á Helgafelli eftir
aldamótin 1700, var honum sagt, að þar mætti fóðra
16 kýr og 40 lömb. En fullorðnu fje og hrossum sje
ætlaður útigangui2 3). Meðferð á kúm var þá litlum mun
betri en tíðkaðist á miðöldunum. — En samkvæmt nýj-
asta jarðamatinu (1917) er túnið sagt 35 dagsláttur og
gefi af sjer í meðalári 250 töðuhesta. En af útheyjum
er sagt að heyist aðeins 200 hestar8). Nokkrar eyjar,
sem áður var heyjað í, eru víst eigi t.aldar með 1917.
En um túnið er það að seeja, að það heSr aldrei'stærra
verið en það er nú. Landið umhverSs bendir á það.
Á 12. og 13. öld virðist nautgriparæktin hafa verið
heldur minni á slórjörðunum en á 14. og 15. öld. Þó
verður erStt að sanna þetta sökum vöntunar á góðum
heimildum. Það er ýmislegt, sem bendir á, að á 14. öld
haS þótt hæSlegt að hafa um 15—20 kýr á búi á öll-
um stærri býlum og jörðum.
Þjórsárdalur eyddist af eldgosum um miðja 14. öld.
Þar hafa fundist margar bæjarrústir á 19. öld og fjósin
verið athuguð. Rústir þeirra sýna, að þau hafa verið
ætluð 20—30 nautgripum eftir básatölu að dæma4). En
sú var venja fyr á öldum, að hafa kýr, kvígur og kálfa
sjer í íjósi, en uxa og naut í öðru húsi, lengra frá bæj-
um og þeim ætlaður útigangur að vetrinum, meira og
minna. Þar sem 20 kýr hafa verið í búi, heSr fjósið
þurft að hafa nokkuð ySr 30 bása, því að mikið af
kálfunum var alið upp til viðkomu kúnna og geldneyt-
anna. Og í kúafjósunum voru allar ókelfdar kvígur hafð-
1) Fornbrjefasafn IV, 168.
2) Jarðamat Á. M. VIII, 313—14.
3) Gjörðabók jarðamatsneindar Snæfellsn.sýslu, bls. 43.
4) Lýsing íslands, Þ. Th. III, 218.