Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 43
BtiNAÐARRÍT
257
eftir fornbrjefi í Fornbrjefasafninu VI, 233, að ráns-
mennirnir hafl drepið 5 kýr og nokkur ung geldneyti,
en rekið þaðan 10 kýr, 10 gamla uxa, 12 naut, 2 kvig-
ur o. s. frv.1).
Jeg hefi fundið 3 brjef í Fornbrjefasafninu, þar sem
sagt er frá þessu ráni. Eitt af þeim er það, sem Þ. Th.
hefir farið eftir (Fornbrjefasafn VI, 76). — Presturinn,
sjera Jón Broddason, fær 5 menn til þess að meta ránift
í Miklabæ, eða alla þá fjármuni, lifandi og dauða, sem
frá honum var rænt af sjera Sigmundi Steinþórssyni og
fylgismönnum hans. Þessir menn hafa það eftir sjera Jóni
Broddasyni, að á staðnum hafi verið 26 kýr með 11
Hólastaðar-kúm, er þar voru á fóðrum, 10 gamlir uxar,
2 kvígur tvævetrar, 1 tarfur og 15 naut veturgömul.
Eftir urðu, segja þeir, 5 Hólastaðar-kýr og 1 kýr, sem
Jón Jussason átti2) o. s. frv.
Þá er annað íornbrjef, vottorð fjögurra manna um
ránið 1 Miklabæ þetta sama ár. Þeir segja, að ráns-
mennirnir hafi drepið 4 kýr og 1 þarfanaut, sem sjera.
Jón hafi átt3). Um annan pening ræða þeir ekki. Þeir
bera aðeins um það, sem drepið var heima á staðnum,
þegar rænt var.
Loks er þriðja brjefið, vottorð frá Jóni Þorbergssyni,
sem var til heimilis í Miklabæ, þegar ránið fór fram.
Hann segir að ránsmennirnir hafi drepið 5 kýr, er sjera
Jón Broddason hafi átt, eitt naut og tvævetra kvígu.
En svo hafi þeir markað sjer allan búpening, nema
veturgamalt fje, og rekið þaðan 10 kýr, 2 kvígur, 10
gamla uxa og 14 geldneyti önnur. Með þessu ráku þeir,
segir hann, 5 kýr, er Hólastaður átti, 50 fjár vetur-
gamalt og 3 hross4).
1) Árbækur Espólíns II, 86.
2) Fornbrjefasafn VI, 76.
3) Fornbrjefasafn VI, 69.
4) Fornbrjefasafn VI, 233—34.