Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 51
BtJNAÐARRlT
265
l'V. Á sextándu öld.,
Það voru erflðir tímar á íslandi fyrir og eftir alda-
mótin 1500. Síðari plágan gekk yflr landið 1496, en
það, sem um hana er sagt í fornum ritum virðist mjög
ýkt. Það er þó víst, að hún var mjög mannskæð.
Um aldamótin (1500 og 1501) voru harðindi í land-
inu1); og 1508 — 12 áttu landsmenn við þrjá óvini að
berjast: mannskæða bólusótt, eldgos, og harðindi sökum
illviðra2). Frá þessum tímum (1492—1518) eru máldag-
ar Stefáns biskups í Skálholti3). Þeir munu flestir vera
frá 1500 —1515. Þetta máldagasafn nær yflr 88 aðal-
kirkjur í Skálholtsbiskupsdæmi. Af því má sjá að hver
þessara kirkna, sem máldagi er yflr, á til jafnaðar 7
kýr og 34 ásauði. Kúm heflr fækkað en ásauðum fjölg-
að frá því fyrir hjer um bil 1 mannsaldri. Og bæði
geldneytum og geldfje heflr einnig fækkað. Þar verður
venjulega fækkunin mest í öllum harðindum. — Þótt
ekki sje getið um búpeningsfellir á árunum 1508 —1512,
þá bendir ýmislegt á, að búfjenaður hafi fallið þau árin.
Klaustrin og stólarnir íi 11$. <>ltl.
Það er ótrúlega lítið til af máldögum og reikningum
klaustra og biskupsstóla frá 16. öld, nema helst frá
Hólastól. Það, sem til er frá Skálhoitsstól um búskap-
inn þar, er alt í molum og mjög ógreinilegt. Þeir mol-
ar komast ekki að í búfjártöflu þeirri, sem bjer fer á
eftir, um búpeningseign klaustranna og stólanna, nema
þetta litla, sem sett er frá árinu 1547 um búfjenaðinn
í Skálholti og útibúum þess.
Yið þessar tölur verður að stjaldra nokkuð. Á bak við
þær liggur ýmislegt, sem gott er að athuga.
1) Skarðsárannáll, 76.
2) Safn til sögu íslands I, 61, 44, og Árbækur Esp, III, 29.
3) Fornbrjefasafn VII, 14—86.
18