Búnaðarrit - 01.06.1927, Qupperneq 58
272
BÍTNAÐARRIT
til þess að kenna sjer ýmislegt í búnaði og vera for-
göngumenn ýmsra verklegra fyrirtækja.
Það er ekki aðeins um fá ár, að kýrnar eru fáar á
Hólum á vetrum, heldur virðist það hafa verið reglan
öll biskupsár Guðbrands, og jafnvel uppfrá því. Vetur-
inn 1587 — 88 voru þar 15 kýr og 7 geldneyti. Tveimur
árum síðar (1590) eru kýrnar 16 og 1592 eru þær orðn-
ar 18. Öll þessi ár virðist árferði nyrðra hafa verið
í svona meðallagi eftir annálsritum að dæma1).
Úttektabækur Hólastóls sýna, að fjósið á Hólum hefir
aldrei á 17. öld verið nema handa 20 kúm2 3). Geidneyta-
fjósið var á öðrum stað. En að sjálfsögðu hefir Guð-
brandur biskup og eftirmenn hans haldið þeim forna sið,
að hafa fleiri kýr heima á sumrin en að vetrinum. Þeg-
ar Hólar voru teknir út, að Guðbrandi biskupi látnum,
2. ágúst 1628, voru þar taldar heima 56 kýr, 250 geid-
neyti (á afrjettum) auk kálfa. Þá átti stóllinn heima og
í Hofstaðaseli 368 ásauði og á fjalli 716 geldfjár “). Það
sjá allir, að þessar 56 kýr, sem sagðar eru heima á
Hólum 1628, hafa eigi verið þar að vetrinum, því að
fjósið á Hólum rúmaði aðeins 20 kýr. Þær hafa verið í
fóðrum annarstaðar og sumar þeirra verið landskuldakýr,
sem venjulega komu til staðarins á vorin en eigi undir
veturinn. Ef til vill hafa líka sumar af þessum 56 kúm
verið að vetrinum á útibúunum.
Nokkru síðar, 1645, er gamla kúatalan heima á Hól-
um að vetrinum. Það ár eru kýrnar taldar 18 og 1685
eru vetrarkýrnar á Hólum 194). Þá voru á staðnum 57
geldneyti, 216 ásauðir og 334 geldfjár. Geldneytin hafa
flest verið annarstaðar í eldum,
Þegar Árni Magnússon tók búfjárskýrslur og jarðamat
1) Skarðsárannáll, 155—175.
2) Tímarit Bókmentafjelagsins VII, 80.
3) Tímarit Bókmentafjelagsins VII, 82.
4) Timarit Bókmentafjelagsins VII, 82.