Búnaðarrit - 01.06.1927, Page 62
276
BÚNAÐARRIT
Eggert Hannesson lögmaður gaf Ragnheiði dóttur sinni
(1578) 480 málnytukúgildi1).
Þetta eru aðeins fáein dæmi af mörgum.
Búfjárauðugasti bóndinn á 16 öld hygg jeg að hafl
verið Guðni Jónsson, sýslumaður á Kirkjubóli við ísa-
fjarðardjúp. Hann átti mörg útibú, t. d. Ögur, Hvamm
í Dalasýslu og Síðumúla i Borgarflrði. Bústofn hans óx
mjög eftir dauða sjera Sigurðar í Hítardal. Þeir voru
bræður. Guðni erfði mikinn auð eftir bróður sinn, eink-
um búfje. Svo er sagt, að eitt haust hafi sjera Sigurður
Jónsson í Hítardal átt 2400 sauðfjár, áður en skurður
byrjaði2 3).
Samkvæmt eignaskrá, sem Guðni Jónsson samdi 1504,
og enn er til, hefir hann átt í Síðumúla: 25 kýr, 35
geldneyti, 330 sauðfjár og 26 hross. Auk þess átti hann
samtals 335V2 kúgildi á 52 bæjum. Þessi fjenaður var
í byggingu. Jarðirnar átti hann ekki. HaDn átti iíka í
fóðrum 22 geldneyti á 16 bæjum.
Á mörgum bæjum við ísafjörð og norður á Ströndum
átti Guðni mikinn búfjenað, samtals 51 kúgildi. Auk þess
átti hann á þremur búum sínum við ísafjarðardjúp 36
kýr, 187 ásauði, 44 geldneyti, 130 geldsauði og 7 hross8).
Samtals hefir því Guðni Jónsson átt um 445 búfjárkúgildi.
Það jafngildir hjer um bil 45 þúsundum króna, eftir
verðlagi 1910. Ea annar auður hans var miklu meira
virði.
Þegar skift var búi eítir Vigfús Erlendsson, lögmann
á Hlíðarenda, 1521, voru þar á búi 15 kýr, 11 geld-
neyti, 5 kálfar, 102 ásauðir, 18 gemlingar, 10 kúgilda
virði í sauðum og 25 hross. Þetta mun alt hafa verið
að vetrinum á Hlíðarenda4).
1) J. Þ.: Magnús prúöi, 51.
2) Árbækur Espólíns II, 63.
3) Fornbrjefasafn VII, 742—46.
4) Fornbrjefasafn VIII, 263—65.