Búnaðarrit - 01.06.1927, Qupperneq 65
JBtíNAÐAKRIT
279
Taílan hjer á undan sýnir búfjenað á nokkrum bænda-
býlum á þessari öld. Eitt af býlum þessum var þó ekki
bændaeign, eftir að Hólamenn svældu það undir sig.
Af þessum mikla búpeningi, sem var í Síðumúla
vorið 1504 verður eigi vitað með vissu, hve mikið
kirkjan þar átti. Reikningurinn er svo óglöggur, að frá-
gangssök er að vita, hvað rjett er i þessu. Það sem í
fljótu bragði virðisf. talið eign kirkjunnar nær engri átt.
Það er sem sje: 26 kýr, 40 geldneyti, 142 ásauðir, 18&
geldfjár, 17 kálfar og 26 hross, og þar að auki fádæma
mikið af búshlutum öllum og þeim hlutum, sem aðeins
voru til á höfðingjasetrum. Jeg hygg að mest af þessu
hafl verið eign Guðna Jónssonar, ásamt því, er hann
telur sína eign, þar á meðal 22 kýr, 34 geldneyti og 1
kálf. Auðugustu kirkjur, á bestu jörðum landsins, hafa
aldrei átt slíkan bústofn. Síðumúlakirkja var altaf minni
háttar og átti altaf lítinn búfjenað, samkvæmt máldög-
um kirkjunnar. Mestan búfjenað á Síðumúlakirkja um
1472. Þá á hún 20 kúgildi í búfje1 2 3), sem samsvarar 10
kúm og 60 ásauðum. En árið 1583 á kirkjan aðeins 5
kýr, 30 ásauði og 1 hest*). Geldneyti eða geldfjenað á
hún ekki, enda var Síðumúli jafnan talinn minni háttar
kirkjustaður. En hvað sem því líður, þykir mjer ólíklegt,
að ailur þessi búpeningur hafl verið fóðraður í Síðumúla.
Þegar síðasta jarðamat fór fram 1916—17, segir ábú-
andinn í Síðumúla, að jörðin beri 8 kýr, 400 sauðfjár
og 40 hross8). Jeg þekki þessa jörð nokkuð og veit að
þetta er næg áhöfn á henni, því að meðalheyfengur er
þar 300 hestar af töðu og 1200 hestar af útheyjum.
Túnið heflr aldrei verið stærra en það nú er, og ekkert
bendir til þess, að engjar hafl verið betri eða meiri á
16. öld en nú. Það er síöur en svo. Hinsvegar heflr
1) Fornbrjefasafn V, 675.
2) Gislamáldagi, 128.
3) Gjörðabók jarðamatsnefndar í Mýrasýslu, 16.