Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 66
280
BÚNAÐARRIT
beitiland til fjalls sennilega verið minna uppblásið en
það nú er sumstaðar. Hjer er þó eigi átt við afrjettar-
lönd.
Með hliðsjón af því, sem lesa má út úr Búalögum
um meðaltöðufeng af dagsláttu í túni og hve mikið
fóður var ætlað hverri búfjártegund, ætla jeg að setja á
Síðumúla-heyin hjá Guðna bónda veturinn 1503—04.
Með töðunni, sem eigi mun hafa farið fram yfir 250
hesta (nú 300), mátti draga fram lífið í 24 kúm, sem
„ekki var gefið til nytja". í Siðumúla er ekkert kýr-
gæft hey utan túns og fornmenn gáfu kúm sjaldan út-
hey, nema flæðiengjahey eða góða stör. Ásauðir og lömb
fengu það besta úr útheyjunum („ærgæfa" og „lamb-
gæfa“ heyið), en geldneyti og geldfje höfðu lökustu heyin
með útigangi
Guðni bóndi hefir þurft hjer um bil 280 hesta handa
182 ásauðum og minst 230 hesta handa 84 gemlingum
(lömbum). Geldneytin voru sögð í Siðumúla samtals 74,
flest þriggja vetra og eldri, og því þurftarfrek. Þeim ætla
jeg öllum 530 hesta. Handa 5 kvígum þurfti hjer um bil
30 hesta og 2 reiðhestum 40 hesta. — Á nálega hverju
stór-heimili var alinn 1 — 2 reiðhestar og þeim var ætlað
20 hestar töðu, eða hin fylsta gjöf. Það var eina skepnan,
sem ekki var svelt á fyrri tímum hjá bændum. — Þá
eru aðeins eftir 90 hestar handa öllu geidfjenu, kálfum
og hrossum, og ekkert handa 24 kúm.
Ef nokkuð af Síðumúla-kúnum hefir verið „gefið til
nytjar“ (þ. e. gefið 2 fjórðungsvöndlar af heyi á dag
eða rúmlega 17 pd. dönsk), þá hafa þær hlotið að vera
færri en 24. Jeg hygg að á flestum heimilum hafi hjer
um bil einn fjórði af kúnum verið snemmbærar og jól-
bærar, og þeim gefið til nytjar. En hitt er vist, að
flestar kýr voru hafðar síðbærar, til þess að þær yrðu
ljettari á vetrarfóðrum, og þeim var víst sjaldnast gefið
til nytjar, þegar þær báru á góu og einmánuði
(sjá síðar).