Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 73
BÚNAÐARRIT
287
ir eru athugaðir: kýrvöllurinn forni, verðlag á heyjum,
heyásetning, hagabeit og meðalkýrnit.
1. Kýrvöllnrinn gamli. Það þótti fornmönnum
sæmilegur grasvöxtur á túnum, ef 1 kýrfóður fjekst af
l1/* eyrisvelli1). Það var „kýrvöllurinn". Eyrisvöllurinn
var 90 forn-íslenskar álnir á hvern veg af fjórum, eða
að flatarmáli 743,8 fer. faðmar. En nú er eyrisvöllur-
inn eða dagsláttan í túni talin 900 fer. faðmar. Eyris-
völlurinn var til forna einnig kallaður dagslátta eins
og nú, því að það þótti gildasta dagsverk að slá hann
á dag, frá óttutíð til náttmála, með tilliti til matmáls.
Einn eyrir var goldinn fyrir þetta dagsverk og jafngilti
hann 6 álnum. Þar af er nafnið eyrisvöllur komið.
Eyrisvöllurinn átti að vera sljettur eða lítið þýfður, ella
skyldi hann mælast þannig, að málbandið, sem mælt var
með, var látið falla vel niður á milli þriðju hverrar
þúfu2). Forn-íslensk alin var rúmlega 18 þumlungar
danskir3). Árið 1776 var dönsk vog og mælir innleiddur
og lögfestur hjer á landi. Eftir þetta gleymdu íslending-
ar hinni rjettu stærð eyrisvallarins.
Nú má athuga, hve mikil taða fjekst í meðalári af
einum kýrvelli eða þá af dagsláttunni með því að at-
huga, hve margar forn-íslenskar vættir af töðu úr stáli
voru til forna reiknaðar í kýrfóðri. Þegar Búalög minn-
ast á kýrfóður, er venjulega átt við fóður handa kúm,
sem ekki var „gefið til nytjar". Kýrnar voru flestar
hafðar mjög síðbærar, til þess að minna þyrfti að gefa
þeim að vetrinum. Og þegar þær báru á útmánuðum,
góu og einmánuði, var þeim fæstum gefið til nytjar.
1 öllum Búalögum er kúnni ætlaður einn fjórðungs-
vöndull af töðu eða kýrgæfu heyi á dag, en hálfu meira
1) P. V. Fornyrði lögb. 23—25, Búalög Rvík, 55, 70.
2) Búalög, Rvik, 31, 55.
3) P. V. Fornyrði lögbókar, 23—25.