Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 84
298
BÚNAÐARRIT
handa sauðunum og hlaða með heyi1 2 3). Hjer var sauð-
unum ætlað bæði hey og hús, eins og víðar mun hafa
verið á Norðurlandi.
Staðurinn á Mýrum í Dýrafirði átti 1397 beit í Nes-
dal handa 15 kúgildum, búfjár- og haga-garð handa
geldpeningi í Mjóadal*). — Bær í Borgarfirði átti 1397
geldneytabeit í Svanga í Skorradal, handa tvævetrum
geldneytum og eldri. Einnig átti staðurinn þar sumar-
beit í afrjettarlandi, handa geldneytum8).
Vatnsfjörður átti 1397 hagabeit í ísafjarðarbotni handa
öllum geldpeningi staðarins4 5). — Sama ár átti Staða-
staður geldfjárbeit í Kolgrafarfirði, stóðhrossabeit á
Baulárvöllum og geldneytabeit á Vatnaheiðir’).
Staðurinn á Þvottá eystra átti 1397 beit á Seijadal
og tveggja mánaða beit handa öllum staðarfjenaði í
Starmýrarteig. Ennfremur stöð í Gloppadal handa 15
geldneytum. Bóndinn, sem þar bjó, var skyldur að halda
við nautagarði (skjólgarði) í beitilandinu6).
Hítardalur átti 1354 afrjettarland í Langavatnsdal,
upp frá Borgarfirði7). Af þessu má sjá, að bygð sú, sem
Bersi goðlaus stofnaöi í dalnum á 10. öld, hefir verið
komin í eyði um miðja 14. öld, nokkru fyrir svarta-
dauða. Það er því rangt að kenna plágunni um forlög
dalsins, eins og gert hefir verið.
Þessi fáu dæmi af mörgum sýna, hve forráðamenn
kirknanna hafa talið beitarítök eða beitilönd þýðingarmikil
fyrir stórbúnað á stöðunum. Þeir klófestu þau í Drott-
ins nafni, engu síður frá þeim fátæku en hinum ríku.
1) Pornbrjefasafn XII, 27—28.
2) Fornbrjefasafn IV, 144.
3) Fornbrjefasafn IV, 191.
4) Fornbrjefasafn IV, 134.
5) Fornbrjefasafn IV, 176.
6) Fornbrjefasafn IV, 231.
7) Fornbrjefasafn III, 84.