Búnaðarrit - 01.06.1927, Qupperneq 86
300
BtJNAÐARRIT
ungar af ársgagni kýrinnar1 2). En einn þriðji gagnsins fór
í leigu eftir kúna.
Samkvæmt þessum dómum úrvalsmanna nyrðra og
syðra á leigufær kýr, meðalkýr, að gefa í smjöri 6 fjórð-
unga og l1/* skyrtunnu á ári. Eftir nútíðar vog og mæli
er þetta 51,84 pd. af smjöri og 154 pt. af skyri.
Ef gert er ráð fyrir, sem sennilegt er, að kúamjólk
hafi fyr á öldum verið til jafnaðar viðlíka kostgóð og
hún nú reynist alment, má hæglega finna hve ársmjólk
kúnna hefir verið mikil. Mjer er kunnugt af mörgum
athugunum, að til jafnaðar fæst til sveita 1 smjörpund
úr hverjum 15 nýmjólkurpottum. Þetta er meðalfeit
kúamjólk. Þessu til styrktar má benda á, að meðal-
smjörfeiti í kúamjólk frá öllum rjómabúunum íslensku
hefir reynst vera um 3,60°/o. Það er nú auðvelt að sjá,
að þegar 15 pt. af mjólk gera 1 smjörpund, þá fást
51,84 pd. úr 778 pottum. — En hvað upplýsir svo
skyrið? Jeg hefi talsvert grenslast eftir því hjá góðum
búkonum, hve mikið þær fái af skyri úr kúamjólk.
Sjálfur hefi jeg athugað þetta nokkuð. Niðurstaðan verður
sú, að til jafnaðar fáist 1 pottur af skyri úr 5 pottum
af meðalkostgóðri undanrennu. Einstök dæmi, sein jeg
þekki, um bæði meira og minna skyrmagn, koma hjer
eigi til greina. En eftir þessu ættu fornmenn að hafa
fengið 154 (154,5) pt. af skyri úr 772 pottum af mjólk.
Hjer er aðeins um 6 pt. mun að ræða og verður þá
meðaltalið: 775 pottar.
Þessar tölur má styrkja enn betur með því, að taka
þetta mál frá annari hlið. Búalög teija það meðalkú og
leigufæra, sem kemst í 6 merkur að jöfnum mjöltum í
mál, þegar hún mjólkar mest að sumrinu*). En sú kýr
á að skila hálfu smjörpundi til jafnaðar á dag í meðal-
1) Pornbrjefasafn Y, 700—701. — Gömul Fjelagsrit VI, 81. —
Fornbrjefasafn XI, 294.
2) Búalög, Rvík, 98.