Búnaðarrit - 01.06.1927, Síða 90
304
BTÍNAÐARRIT
1167 pt. á ári1). Hjer á hann við gott meðaltal fyrir alt
land. — Þetta er vitanlega aðeins ágiskun Finns biskups.
Þess ber að minnast, að kýrnar hafa altaf verið til-
tölulega flestar á Suður- og Suðvesturlandi og einmitt
á þvi svæði verst farið með þær á 17. og 18. öld. Fyr-
ir vestan, á Yestfjörðum, en þó einkum víðast á Norð-
urlandi var nú miklu betur farið með kýr en á 15. og
16. öld. Jeg hefi áður giskað á að sú heilla alda hafi runn-
ið út frá Hólum í Hjaltadal í byrjun 17. aldar eða þar um.
Og ef til vill hefir líka 17. öldin, harðasta öldin á Norð-
ur- og Norðausturlandi, kent mönnum að ala betur kýr
en áður var gert, þegar vetrarfar var yflrleitt mildara.
Á Yesturlandi virðist svo sem bændur sjeu farnir að
gefa flestum kúm til nytjar á 18. öld. Sjera Björn Hall-
dórsson í Sauðlauksdal segir í Atla, að bændur fóðri
kýr sínar illa; þeir gefl mjólkandi kúm aðeins 8 —16
pd. af heyi á dag (töðu)2). Þetta þykir honum lítið því
að hann ætlar sínum kúm fylsta fóður, yfir 6000 pd.
Og kýrnar hans voru frábærilega góðar mjólkurkýr. Hann
valdi sjer bestu kýrnar og fór vel með þær. Þessvegna
er ekkert að marka gæði kúnna a íslandi á 18. öld
eftir Sauðlauksdalskúnum. Jeg þekki heldur ekkert dæmi
til þess, að 1 pd. af smjöri fáist úr 10 pt. af kúamjólk,
eins og sjera Björn segir frá3). Það kann að flnnast ein
kýr af hverjum 1000 kúm, sem hefir svo feita mjólk
eins og ásauðarmjólk. En hið sama má segja um kýrn-
ar, sem Skúli landfógeti hefir þekt bestar og miðar við,
þegar hann ályktar, að meðalársnyt kúa á íslandi sje
1672 pt. og úr þeirri mjólk fáist að meðaltali rúml 10
fjórðungar af smjöri4). Þetta er ágiskun Skúla, bygð á
þekkingu hans á tiltölulega fáum kúm, sjerlega góðum
1) Gömul Fjelagsrit IV, 192—194.
2) Atli, 121.
3) Atli, 119.
4) Gömul Fjelagsrit IV, 195.