Búnaðarrit - 01.06.1927, Qupperneq 91
BÚNAÐARRIT
305
og vel meðförnum. Hann, eins og sjera Björn, byggir á
því einstaka en ekki almenna.
Jeg býst við, að þeir sem betur treysta ágiskunum
þeirra sjera Björns og Skúla um gæði kúnna á 18. öld,
en óvenjuglöggum athugunum og ítarlegri reynslu Ólafs
stiftamtmanns í nálega heilan mannsaldur, fletti upp í
ferðabók Eggerts Ólafssonar og vitna í hana. Eggert segir:
að góðar kýr, nýbornar mjólki 10 pt. í mál, en á Vest-
ur- og Norðurlandi geti kýr mjólkað meira1). Hann
kemst einnig svo að orðum: „góðar kýr mjólka 6—10
pt. í mál á sumrin og jafnmikið að vetrinum, sje vel
með þær farið2 3). Á enn öðrum stað í bókinni segir Egg-
ert, að kýr á Suður- og Suðvesturlandi mjólki 12 pt.
á dag og 20 pt. þær allra bestuR). Þetta er ritað 1753.
En 20—25 árum síðar er reynsla Ólafs Stephensens og
Finns biskups nokkuð á annan veg um sunnlensku kýrn-
ar. Eggert hafði enga búreynslu, en fór eftir því, sem
þeir Skúli og sjera Björn sögðu honum um kýrnar sýn-
ar vel öldu. Og auk þess heflr hann máske rekist á fá-
einar frábærar kýr á fyrirmyndarstöðum.
Það sem sagt er um mjólkurgæði kúnna á íslandi á
18. öld í Ferðabók Eggerts, er að engu hafandi öðru en
því, að vitað verður, að til hafa verið kýr, sem komist
hafa í 12—20 merkur í mál eða jafnvel meira, þegar
þeim var vel gefið. Frábærar mjólkurkýr hafa altaf ver-
ið til á íslandi og eru enn til, og góðu kúnum fjölgar,
þegar sú verður venjan að ala aldrei upp undan slæm-
um kúm. Áður var ekkert um það hirt, hvernig kýrin
eða nautið var, sem alið var undan. Kynbætur þektust
ekki á Islandi fyr en á 19. öld.
Sigurður Þórólfssoyi.
1) Ferðabók Eggerts Ólafssonar I, 53.
2) Ferðabók Eggerts Ólafssonar I, 15.
3) Ferðabók Eggerts Olafssonar I, 156.