Búnaðarrit - 01.06.1927, Qupperneq 92
BÚNAÐARRIT
Kynbætur nautgripa.
Síðastliðinn vetur ferðaðist jeg um Norðurlönd, til að
kynnast nýungum í búnaði. Búnaðarfjelag íslands veitti
mjer kr. 1500 í styrk til fararinnar, og þvi fann jeg, að
mjer var sjerstaklega skylt, að kynnast einhverju því,
sem beint gæti orðið að liði í starfi Búnaðarfjelagsins,
til eflingar landbúnaðinum. Hjer var um margt að ræða,
og nokkuð kynti jeg mjer t. d. vitaminrannsóknir og
ætternarannsóknir, fyrirkomulag bændaskólanna, og í
sambandi við þá verklegt nám, sem í Noregi er á skóla-
setrunum sjálfum, en í Danmörku algerlega óháð skól-
unum og margt fl. En þegar jeg svo frjetti lát Sigurðar
sál. Sigurðssonar, sá jeg að þar hlaut, að ýmsu leyti,
að verða um stefnubreytingu að ræða, og þá fanst mjer
að vel væri fallið, að jeg setti mig inn í alt sem snerti
kynbætur og fóðrun kúa, og hvað þeir ráðunautar, sem
með þau mál fara, leggja aðaláherslu á. Með þessu hugð-
ist jeg geta orðið færari að tala með um málið, og það
er þá það, sem jeg vil gera með þessari grein. Jeg vil
í fyrsta kafla hennar skýra frá hvað gert er í Noregi í
þessum efnum, öðrum hvað gert er í Danmörku, og svo
að síðustu í þriðja kafla greinarinnar, og þeim síðasta,
hvað við hjer þurfum og eigum að gera, til eflingar
okkar nautpeningsrækt.
1. Hvað gera Norðmenn til eilingar
nautpeningsræktinni ?
Skilyrðin fyrir nautgriparækt eru mjög misjöfn í hin-
um ýmsu sveitum Noregs. Sumstaðar er alt land jarð-