Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 94
308
Btf NAÐARRIT
og bestar til að byggja á áætlanir um framtíðina, og
vissu um hið liðna.
Úr ríkissjóði fær hvert fjelag 2200 kr. styrk á ári
hverju, geri það feitimæling í mjólkinni en ella 2000 kr.
b) Eftirlitsfjelögin. Þau hafa fastan starfsmann, sem
ferðast um milli fjelagsmanna, vigtar mjólk og fóður og
gerir feitimælingar í mjólkinni, minst 10 sinnum á ári.
Sjeu fjelagsmenn svo margir, að eftirlitsmaðurinn geti
ekki komið ofrar en 30. hvern dag, verður bóndinn sjálf-
ur að vigta mjólk og fóður einu sinni á tímabilinu, sem
líður milli komudaga eftirlitsmannsins.
Flestir eftirlitsmennirnir eru búfræðingar. Við hver
reikningsáramót, og þau eru um mánaðarmótin okt. —
nóv., gerir svo eftirlitsmaðurinn upp reikningana, bæðí
fyrir hverja einstaka kú, hvern einstakan bónda og fjelagið
í heild sinni. Meðal annars sem sjest af yfirlitsreikningn-
um er hvaða fóðurtegundir kúnni hafa verið gefnar, cg
hve mikið af hverri, í hlutfalli við alt fóðrið. Fóðrið er
reiknað í fóðureiningum, og 1 kg. af byggi lagt til
grundvallar. (Norðurlanda-fóðureining). — Árlega fá eftir-
litsfjelögin styrk og er hann Va tilkostnaður, þó ekki
yfir 700 kr. á ári til hvers fjelags. Eftirtitsfjelögin eru
allvíða, þó eru heil hjeruð, sem engin eftirlitsfjelög eru
í, og als eru aðeins 7—8°/o af kúm Norðmanna í eftir-
litsfjelögunum. Nythæsta kýrin mjólkar yfir 5000 kg.
um árið, og er af rauðkollóttu austurlands kúnum, og
yfirleitt verða þær að teljast einna bestar, enda þótt
Þelamerkurkýrnar gefi þeim lítið eftir.
Meðal kýrin í eftirlitsfjelögunum mjólkar 2300 kg.
með 3,7°/o feiti yfir árið. Hún jetur 1700 fóðureiningar,
og eru um 1000 fóðureiningar af því vetrarfóður. Annars
er fóðrið afar breytilegt. Sem meðaltal í fjelögunum, má
segja, að það sje 22 — 23°/® kraftfóður, 40—43°/o hey,
12—14% rófur og 23 — 26% beit. Hjá einstaklingum
innan fjelaganna eru sveiflurnar í fóðrinu miklu meiri.
c) Nautafjelög. Hlutverk þeirra er að sjá fjelagsmönn-