Búnaðarrit - 01.06.1927, Page 96
310
BI5NAÐARRIT
ekki fá fjelög, sem ekki sækja um þennan styrk, til aö
kaupa nautin fyrir, og eru því sjálfráð um val nautsins,
og hve lengi það er notað í fjelaginu.
Styrkurinn til að halda nautið er mishár eftir aldri
þess. Til að halda yngri naut en 2 ára, fá fjelögin ekki
styrk, en síðan fer hann hækkandi til 6 ára aldurs, en
er úr því jafn. Til að halda 2 vetra naut er veittur 150
kr. styrkur á ári, en 260 sje nautið 6 vetra. Þessi styrk-
ur fæst gegn skrá yfir notkun nautsins og fl., sem Ijett
er að uppfylla. Það má því heita, að allir geti orðið
hans aðnjótandi.
í stað þessa beina fóðurstyrks, sem nautafjelögin fá,
geta þau, ef þau vilja það heldur, fengið styrkinn óbeint
á þann hátt, að haldin er sýning á kúnum, þeim veitt
verðlaun, en verðlaunin veitt í seðlum, sem skuldbinda
ríkið til að greiða bolatoll fyrir viðkomandi kú. Sýning-
arnar eru þá haldnar með 2. eða 3. ára millibili, og á
þeim úthlutað seðlum til 2. eða 3. ára. Seðlarnir eru
svo innleystir með misjöfnu verði, eftir því hver verð-
laun nautið, sem notað heflr verið, heflr fengið. Hafl
það fengið 1. verðlaun, sem einstaklingur, eru þeir inn-
leystir með 6 kr., en hafl það þess utan fengið fyrstu
afkvæmaverðlaun, þá eru þeir leystir inn með 9 kr.
Hafi nautið einungis fengið 3. einstaklings-verðlaun, þá
eru bolaseðlarnir innleystir með 3 kr. Þetta fyrirkomu-
lag, sem er sænskt að uppruna, er töluvert útbreitt í
kúafleiri sveitunum, og þar getur fóðurstyrkurinn orð-
ið töluvert hærri, með seðlakerfinu, en beina styrknum.
Almennast er seðlafyrirkomulagið notað á Þelamörk,
þar voru innleystir 3596 seðlar með 16490,00 kr. Beini
styrkurinn er aftur eingöngu notaður í Norður-Noregi.
d) Fjósreilcningafjelög. Þau eru alveg með sama fyrir-
komulagi og eftirlitsfjelögin, og munurinn er ekki annar
en sá, að í þeim eru ekki gerðar feitirannsóknir á mjólk-
inni. Þau eru sjerstaklega í þeim sveitum, sem eru kúa-
fáar, og þar sem mjólkin er notuð heima á heimilunum,