Búnaðarrit - 01.06.1927, Page 98
312
BTJNAÐARRIT
af því, sem kemur með nýju reglunum, sem nú er verið
að semja, um verðlaunaveitingar á sýningum.
f) Ættbókarfcersla nautgripanna er framkvæmd af sjer-
stakri skrifstofu, sem kostuð er af ríkinu. Fyrir að skrá-
setja nautgrip til ættbókar er tekið víst gjald, en ekki
er það svo mikið, að það hrökkvi fyrir kostnaði við
skrifstofuhaldið. Til þess að skrásetja megi einhvern grip,
þarf hann að uppfylla ýms skilyrði, t. d. það, að hafa
fengið verðlaun á sýningu, vera laus við berkla o. fl.
Keglur þær, sem nú gilda um þetta efni, er verið að
endurskoða, og verða þá tekin upp í þær ákvæði um
lágmarks-nyt og smjörmagn, og að líkindum iíka ákvæði
um, að móðir og ömmur gripsins hafi reynst svo eða
svo, hvað nythæð, smjörmagn og frjósemi snertir. —
Norðmenn eiga nú allgóða kúastofna, sem þeir geta bygt
sínar framtíðar kynbætur á, og eru þeir til innan allra
þeirra kúakynja.
g) Nautagirðingar. Það er með lögum bannað í Noregi
að láta graðneyti, stóðhesta, hrúta eða hafra ganga lausa
innan um annað búfje. Fyrir því eru víða girðingar til
aö geyma þau í. Þær eru ekki styrktar af ríkisfje, heldur
hvað nautgripina snertir, settar og haldið við af nauta-
fjelögunum, eða þeim fjelögum, sem sjá um nautahaldið
(hreppsfjelögum). — Stundum eru sömu giiðingarnar
líka notaðar fyrir graðhesta eða hrúta.
h) FjóssJcoðanir. Norður í Finnmörk og í Norður-Noregi
eru fáar kýr og strjálbýli. Þar eru ekki nema sárfá
mjólkurbú og engin eftirlitsfjelög. Til þess samt að ná til
bænda og vekja þá til umhugsunar um betri meðferð
og arðsamari skepnur, eru farnar fjósskoðana ferðir að
vetrinum. Ráðunautar fylkisfjelaganna fara þær, og hafa
með sjer einn innanhreppsmann, meðan þeir fara um
hreppinn. Svæðinu, sem fylkisfjelagið nær yfir, er skift
í umdæmi og farið um þau til skiftis þannig, að um
hvert umdæmi sje farið ekki sjaldnar en 5. hvert ár,