Búnaðarrit - 01.06.1927, Page 101
BÖNAÐARRIT
315
má af því læra fyrir okkur, en áður en jeg kem að því,
vildi jeg skýra frá hvernig þetta er í Danmörku, en þar
er nautgriparæktin einna best á veg komin.
Kúakynbætnr D'ana.
Danmörk er tiltölulega lang-kúaflesta landiö í Evrópu.
Miðað við fólksfjölda þá koma 83 kýr á hverja 100 ibúa,
og er það þrisvar sinnum fleira en i því landi, sem
næst er. Sje aítur miðað við ræktað land, þá iætur mjög
nærri, að á hverjum hektara af ræktuðu landi, sje einn
nautgripur, mjólkandi kýr á öðrum, en geldneyti á hin-
um. Danmörk hefir þá líka hæsta meðalnyt úr kúm
sínum, nú orðið. Ameríka á miklu nythærri einstak-
linga, en er samt með töluvert lægri meðalnyt. Þetta
gefur búskaparlaginu sinn svip. Kýrnar eru alt í öllu,
þær breyta svo að segja öllu, sem ræktað er, í mjólk,
en úr henni er aftur gert smjör og ostar. Af þessu leiðir
aftur mikla undanrennu og mysu, og til að koma því
í sem best verð, eru svínin, sem gefa afurðir sem seldar
eru og eftirsóktar af Englendingum. Fáar tölur sýna þetta
betur en langt mál. Allar útfluttar vörur Dana eru um
1600 miljóna króna virði. Þar af er tæpur helmingur
fyrir seldar afurðir af nautpeningi, en 87°/o fyrir seldar
afurðir af landbúnaði. Af þessum 87°/o er aftur um 90°/o
búfjárafurðir. Það er af þessu augljóst, að miklu skiftir
að vel sje á öllu haldið, sem hjer að lýtur. Kýrnar,
sem breyta fóðrinu, góðar, vel með þær farið, og vör-
urnar rjett tilbúnar, svo þær komist í sem best verð.
Að þessu er líka unnið af kappi, og í þessum efnum
eru Danir forgönguþjóð.
Danir hafa fimm kúakyn: rauðar (hyrndar), og eru
þær mest á eyjunum. 50,40/o af öllum kúnum eru af
því kyni. Þær eru bestar og hafa hæsta meðalnyt af
öllum kúakynjum í Danmörku. Svartflekkóttar (hyrndar)
eða jósku kýrnar eru á Jótlandi hjer og þar. 23,7°/o af