Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 102
316
BÚNAÐARKIT
kúnum eru af því kyni. Kringum bæina og þar sem
nautgripir eru fitaðir til slátrunar, eru enskar stutthorns-
kýr; alls eru þær 7,9%. Úá eru á einstaka stað Jersey-
kýr; alls 0,5%. Og á einstaka stað hollenskar kýr; alls
0,4°/o. Þar að auk eru kynblendiugar milli þessara kynja,
og er 17,1% af öllum kúnum slikir kynblendingar. Meðal-
nythæð allra kúnna er talin að vera 2870 kg. mjólk og
um 120 kg. smjör. Og er þá farið eftir því, sem sent er
til mjólkurbúanna og selt til bæjanna, en af nýmjólk er
sama og ekkert notað á heimilunum.
Kýrnar hafa batnað mjög mikið á siðasta mannsaldri.
Þær eru eðlisbetri en þær voru, og svo er mikið betur
með þær faiið. Fóðurtilraunir hafa sýnt margt, sem að
fóðrun þeirra iýtur, og mikið verk er unnið til að fá
menn til að fóðra þær sem hagfræðilegast og jjettast,
en það liggur fyrir utan það aðalefni, sem jeg hefi valið
mjer hjer til meðferðar.
Eftirlitsfjelöjin eiga vöggu sína í Danmörku. Það var
í kafíisamsæti í Askov 1895 sem Annie Hansen stofnaði
fyrsta eftirlitsfjelagið. Starfsviðið var að safna vissu um
notagildi hverrar einstakrar kúar, og er óbreytt enn.
Þau hafa fastan ársmann í þjónustu sinni, eftirlitsmann,
og hefir hann venjulega lært til starfsins á sjerstöku
námsskeiði, sem haldin eru við ýmsa búnaðar- og iýð-
háskóla, og oft eru stutt, 14 daga til mánuð. Eftiriits-
maðurinn fer um fjelagssvæðið, og það má ekki vera
stærra en svo, að hann komist yfir það á 14—23 daga
fresti. Þá mælir hann feitimagn mjóikurinnar úr nyt
hverrar kúar, vegur mjólk og íóður, og færir alt inn í
bækurnar. Yið áramótin gerir hann yfirlitsreikning, og
sendir til þess sambandsfjelags, sem viðkomandi eftir-
litsfjelag er í. Hann á að gera skrá yfir hverja ein-
staka kú á heimilinu, meðaltalsskrá fyrir allar kýr
heimilisins og ennfremur meðaltals-skrá allra heimila
á fjelagssvæðinu.
í stríðinu fækkaði eftirlitsfjelögum, en síðustu 4—5