Búnaðarrit - 01.06.1927, Page 103
BtfNAÐARRIT
317
árin hefir þeim fjölgað mjög mikið aftur og nú eru
nærri 40% af kúnum í eftirlitsfjelögum (1926). Eftirlits-
fjelögin hafa fengið 200 kr. í styrk úr rikissjóði, en í
vetur var styrkurinn lækkaður um 10%, og olli því
erfiður fjárhagur ríkissjóðs. Búfjárlögin frá 1912, með
breytingum frá 1918 og 1923, ákveða alla styrki til
búfjárræktar. Þeim vilja menn nú breyta. Til þess vanst
þinginu í vetur ekki tími, enda mjög skiftar skoðanir
um hvernig breytingin eigi að vera, en nefnd á nú að
undirbúa málið til næsta vetrar, og er þá búist við
breytingum. Til þess að verða styrks aðnjótandi, þurfa
eftirlitsfjelögin að vera í sambandi, það að mæla með
styrkbeiðninni, og síðar að birta útdrátt úr reikningun-
um og niðurstöðum allra eftirlitsfjelaga, sem í sam-
bandinu eru.
Sambönd eftirlitsfjelaga eru til mörg, og þau jótsku
hafa aftur með sjer samband yfir alt Jótland. Hvert
samband hefir ráðunaut eða ráðunauta, og til að hjálpa
honum er einn eða fleiri aðstoðarmenn. Laun ráðunauts-
ins, ferðakostnaður hans og prentunarkostnaður er að
hálfu leyti greiddur úr ríkissjóði. Að öðru leyti fá sam-
böndin starfsfje sitt sem tillög frá eftirlitsfjelögunum,
Hvert samband hefir sína skrifstofu. Þangað eru sendar
skýrslur eftirlitsfjelaganna og þar er unnið úr þeim. Þar
eru líka skráðar ættbækur og gerðar rannsóknir á af-
kvæmum. Jeg kom á allar skrifstofur, sem hafa þetta
starf með höndum, og var um tíma á tveim þeirra. Þar
eru skólabræður mínir ráðunautar.
Best er öllu fyrirkomið á skrifstofu fyrir ættbókafærslu
stutthornskúa í Árósum. Á þessum skrifstofum má á
fám mínútum, og jafnvel fám sekúntum, finna hvaða
kú sem er, ef hún er ínnan eftirlitsfjelags, sem er í því
sambandi, sem hefir þá skrifstofu. Á skrifstofu fyrir „stutt
horn“ í Árósum, má finna kúna eftir eiganda, eftir-
litsfjelaginu, sem eigandi hennar er í, föðurnum, mann-