Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 104
318
BÚNAÐARRIT
inum, sem heflr alið kúna upp, og ættbókar númeri, e£
kýrin er ættbókar færð.
Viti maður eitthvað af þessu, má á fám sekúntum,
finna hvar og hvenær kýrin er fædd, hvenær hún hefir
borið á ári hverju, hvað hún hafi mjólkað, hverjir hafi
verið foreldrar hennar, hvort hún hafi fengið verðiaun,
og sje svo, þá hver og hvar, hvort henni hafi hlekst á
við burð, hvort kálfar undan henni lifa o. s. frv.
Á þessar skrifstofur eru þá líka sóttar allar upplýs-
ingar þegar um val undaneldisskepna er að ræða, og
einstaka menn sækja þangað margskonar fróðleik, þegar
um kúakaup er að ræða, eða val lífkálfa.
Og ráðunautar sambandsins halda ekki kyrru fyrir.
Á móturhjóli sínu eða sínum ijetta litla Fordbil, þjóta
þeir fram og aftur um umdæmi sitt. Þeir þurfa að lýsa
ungum skepnum, sem á að ættbókarfæra, sjá um að
kálfar undan ættbókarfærðum kúm hafi verið rjett merkt-
ir, halda fyrirlestra um fóðrun, kynbætur, meðferð,
mjaltir o. s. frv. En jafnframt þurfa þeir að sjá um að
alt sje í röð og reglu á skrifstofunni, og færa allar nýj-
ar upplýsingar strax inn í viðkomandi bækur og registur,
svo að alt af sje skrifstofan tilbúin til að gefa upplýs-
ingar til dagsíns sem yfir stendur.
Sá ráðunautur, sem jeg hitti og mest ferðaðist í fyrra
(1925). Ferðaðist 337 sinnum á árinu. Oftast var það
seinnipart dags, að hann, að enduðum skrifstofustörfum,
skrapp þetta eða hitt í bílnum sínum, til að líta eftir
og leiðbeina, enda hafði hann flutt 118 fyrirlestra um
árið. Mjög sjaldan var hann næturlangt að heiman, og
oftast að eins part úr deginum.
Framfarirnar í nautgriparæktinni eru fyrst og fremst
að þakka eftirlitsfjelögunum. Þau sýna mönnum hvernig
hver einstakur gripur er, og fyrri er ekki að ræða um
að bæta neitt, en þekkingin á því sem er, fæst. En ekki
eiga þau ein þann heiður, sem af endurbótunum leiðir.
Margar samverkandi orsakir eiga hver sinn þátt í þessu.