Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 109
BtJNAÐ ARRIT
323
Á ríkis8ýningunum er nautunum gefib alt að 100 stig
sem einstaklingum. Pyrir stærð, byggingu og ytri ein-
kenni þeirra sjálfra fá þau alt að 60 stig. Fyrir stærð
ættarinnar og ytra útlit hennar fá þau alt að 20 stig.
Og fyrir gæði mæðra og amma, langamma o. s. frv. 20 stig.
Eftir þeim stigafjölda, sem þau þannig fá, er þeim
svo raðað og þau verðlaunuð. Þegar ætternið er rann-
sakað, þá er reiknað, að nautið fái 1 stig fyrir hver
80 kg. smjörs, plús %o stigs fyrir nver 0,l°/o, sem móðir
þess hefir haft feitari mjólk en 3,0%. Þessar tölur eru
helmingaðar fyrir ömmur, en deilt með 4 fyrir lang-
ömmur. Tölurnar segja til um ætternið og eru lagÖar
til grundvallar fyrir dómi um ætterni nautsins.
Á Fjóni, á sýningum sem fjelög halda þar, er dómur-
inn bygður á því sama sem dómurinn á ríkissýningun-
um, en þar er hámark stigafjöldans 72, og fer upp í 24
fyrir hvert um sig, stærð einstaklinga, stærð ættar og
gæði mæðra.
Á Sjálandi er dómur um nautin líka þrískiftur. Þar
eru alls gefin 100 stig, eins og á ríkissýningunum, en
ekki þó sama hámark fyrir stigatölu hins einstaka,
heldur 60, 25 og 15, talið í sömu röð og áður á ríkis-
sýningunum.
Á Lálandi gilda enn aðrar reglur, þar er hámark
stigafjöldans 50 og 30 fyrir stærð og byggingu, en 20
fyrir heildarútlit. Eftir því hvað nautið fær mörg stig
fer svo hver verðlaun það fær, en til viðbótar því, og
því óháð, getur það fengið alt að 50 stig fyrir ætterni.
Það sjest af þessu, að nú er svo komið, að farið er
að taka töluvert tillit til ætternisins, líka við einstaklings-
verðlaunin, en þó er það álit allra, sem jeg átti tal við
um þetta mál, að það væri ekki nóg. Og á því bygðu
þeir, sem vildu afnema styrki til sýninganna í vetur,
skoðun sína. í þess stað vildu sumir styrkja meira rann-
sókn á afkvæmum nautanna, sem jeg skal koma að
síðar, en sem enn þá eru aukaatriði á sýningunum, nema