Búnaðarrit - 01.06.1927, Síða 113
btjnadarr.it
327
vildi reyna að skýra fyrir mönnum. Jeg ræði því ekki
meira um kúakynbæturnar í Danmörku, en sný mjer
að okkar landi og því sem fram undan er.
Kúakynbætnr hjer á landi.
Um það sem liðið er, ætla jeg ekki að ræða. Þó má
ætíð læra mikið af liðna tímanum, enda er það það, sem
öll sögukensla byggist á. Nútíminn skapast altaf af liðna
tímanum, en nútíminn í sambandi við liðna tímann,
skapar aftur það, sem framundan er. Það, sem okkur
í framtiðinni ber að leggja höfuðáhersluna á í okkar
kúarækt er tvent:
Bœtt meðferð og liirðing, og kynhœtur.
Fjósin þurfa að batna. Nýju fjósin að hlýna. Gömlu
fjósin að verða bjartari og hreinlegri. Fóðrið þarf að
verða betur í hlutfalli við stærð og nyt. Þar, sem til
mála kemur að gefa fóðurbæti, og það gerir það á þó
nokkrum stöðum, t. d. kringum kaupstaði, þar sem
mjólkurverð er hátt í hlutfalli við verð fóðurbætisins,
þar sem bóndinn, með því að gefa fóðurbæti, getur auk-
ið svo nythæðina úr kúnum, að hann með því geti
fengið nóga mjólk úr færri kúm en áður, og því sparað
viðhaldsfóður, og þess vegna fengið fram svo mikinn
fóðursparnað, að verð fóðurbætisins borgist, og þar sem
ýms önnur meira sjerstök skilyrði eru til staðar, þarf
að gefa rjettan fóðurlœti. Þá þarf bæði að gæta þess,
að hann sje ekki einhæfur, svo hann geti fullnotast, og
að hann sje sniðinn eftir heyinu annars vegar, en verð-
laginu hinsvegar. Þetta verður eitt af aðalstörfum þess
ráðunauts, sem á að hafa leiðbeiningar í fóðrun með hönd-
um. Hann verður að sumrinu að fylgjast vel með veðr-
áttu og nýtingu töðunnar og kúaheysins, láta í sept-
ember rannsaka allmörg sýnishorn, og byggja svo á þeim,
og veiðlagi hinna ýmsu fóðurtegunda, heppilega fóður-