Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 117
BÚNAÐARRIT
331
Það heyrist oft sagt að ýmsir styrkir, sem veittir eru,
svo sem styrkir til kynbóta, sjeu órjettmætir, því að
það eigi að vera hvers eins hvöt að gera skepnur sinar
arðsamar: Til þess að setja sig inn í þetta verða menn
að hafa hugfast, að einstaklingur og þjóðfjelagsheildin
er tvent ólíkt. Einstaklingurinn er liður úr heildinni.
Einstaklingurinn á, með þeim mannrjettindum og frelsi,
sem þjóðfjelagið veitir honum, að sjá um sig sjalfur,
styrklaus frá hálfu hins opinbera. En heildin á að vinna
að því að lifsskilyrðin og lífsþægindin batni, svo að
fólksfjölgunin komist fyrir, og niðjarnir geti að minsta
kosti lifað eins góðu iífi og við. Og það sem miðar að
þessu á að styrkja. Hjer undir heyrir að bæta við rækt-
aða landið (styrkur jarðræktarlaganna) bæta skepnurnar,
(styrkir til kynbóta) afla-upplýsinga sem koma niðjun-
um að notum. (skýrslusöfnun ýms) og bæta verkfæri
og tæki, svo í framtíðinni megi nota vinnuaflið betur
(reyna ný verkfæri). Styrkir til kynbótafjelaga eru því
rjettmætir. Og hvað kúaræktina snertir, þá er von um,
að með hyggilega veittum styrkum og rjett fram lagðri
vinnu, megi á skömmum tíma stórbæta okkar kýa-kyn.
Þær nythæstu mjólka melmingi meira — freklega þó —
en fullmjólkandi meðalkýr í eftirlitsfjelögunum. Það eru
því sýnilega möguleikar til staðar til stórra bóta. En til
þess að þær verði þarf:
Nautgriparœlctarfjelög, sem starfi af skilningi á um-
bótum, vandi val lífkálfa, og byggi þar á ætterni fyrst
og fremst, og hafi vit og vilja á að láta nautin verða
svo gömul, að á þeim fáist reynsla.
Yfirstjórn frá Búnaðarfjelagi íslands, sem skilji að
leggja aðaláherslu á það í framtíðinni, að hjálpa mönn-
um til að finna bestu ættiruar og rannsaka undaneldis-
skepnurnar, og
Styrki, sem fyrst og fremst miði að því að tryggja
það að það besta finnist, og að það verði notað sem
lengst.