Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 119
BÖNAÐAURIT
Danska smábýlalöggjöfin.
Eftir II. Hertel, skrifstofustjóra kngl. Landbúnaðarfjel. danska.
Þýtt hefir Sigurður Sigurðsson frá Kálfafelli.
Á síðustu 25 árum hefir einkennileg hreyfing átt sjer
stað í dönskum landbúnaði. Markmið hennar er að fjölga
býlum. Síðasta þriðjung liðinnar aldar hafði smá-
bændum smámsaman farið fram að þekkingu og dugn-
aði, og margir þeirra ræktuðu landspildur sínar ágætlega.
Stjórnmálabreytingin 1901 hafði orðið til hagsbóta smá-
býlabúskapnum, og samvinnustefnan bætti með tímanum
stórlega aðstöðu til búskapar í smáum stíl Áður höfðu
smábýlabændur fengið tiltölulega lágt verð fyrir vörur
sínar, en nú fengu þeir sama verð og stórbændur,
vegna fjelagsskaparins. Fjelagi í rjómabúi fjekk t,. d.
hærra verð fyrir mjólk, en hann fjekk á meðau hann
stóð fyrir utan samtökin; því fjölgaði hann nú kúm
sínum. Þegar þeir nú fengu undanrenningu sína og áfir
heim aftur, gátu þeir farið að ala svin og afla sjer
góðra tekna, með því að ganga í sláturfjelag. Sökum
þessa aukna aiidýrahalds fengu lendur þeirra svo mikið
ábuiðarmagn, að vel gat borgað sig að leggja stund á
enn kraftmeiri ræktun. Menn höfðu æ betur sjeð, hversu
mikilvægur búskapur smábýlamanna er þjóðarhagnum,
og gerðar voru ýmisiegar ráðstafanir, til þess að styikja
þá og hjálpa þeim. Árið 1880 voru tvö lánsfjelög handa
smábændum stofnuð, og ríkið fór að veita styrk (og
heldur því áfram) til verðlauna vel ræktuðum smábýl-
um, til ferðalaga smábýlabænda, til farkenslu, til kvöld-