Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 126
340
BtJNAÐARRIT
gerðina. Sömuleiðis gefa lögin leiðbeiningu um það,
hvernig láninu skal hagað. Lánsheildin skiftist i 3 ólíka
hluta, fyrst jarðalánið, sem er #/io af kaupverði iands-
ins, og því næst húsalánið, sem aftur skiftist í tvent.
Annar hlutinn, 8000 kr., sem svara skal af vöxtum, og
svo afganginn, sem eigi skal vöxtu af greiða, aðeins
afborgun.
Maður, sem samkvæmt lögunum frá 1919 stofnar ný-
býli, greiðir beinlínis ekkert kaupverð, þar sem sá, sem
stofnaði býli eftir gömlu smábýlalögunum, átti fyrst að
borga fyrir landið og hafa komið upp húsunum, áður en
lánið var borgað út. Lögin frá 1924 gera hann nú jafn-
stæðan þeim, er kaupir eftir lögunum frá 1919, með
því að hann, ef kaupin eru afgerð, en áður en húsin
eru komin upp, getur krafist að sjer sjeu greiddir fyrir-
fram °/io hlutar af kaupverði landsins. Og sömuleiðis
má borga honum fyrirfram V8 hluta af byggingarláninu,
jafnskjótt og húsin eru komin undir þak.
Bftir 2. gr. þessara laga hefir hver sá karlmaður eða
ógift kona rjett til að koma til álita, sem aðallega hefir
lifað á þvi að starfa að algengri sveitavinnu (en undir
hana heyrir garðyrkja) fyrir aðra menn gegn endur-
gjaldi, hvort sem hann eða hún er í fastavist eða stund-
ar atvinnu sína sem daglaunamaður, ellegar það er mað-
ur, sem er eða hefir verið ábúandi einhverrar jarðeign-
ar af þeirri stæið, sem lögin tiltaka. Ennfremur gildir
sama um sveitaverkamenn, sem um síðustu 5 ár hafa
lifað á slíkri atvinnu, hvort sem maðurinn hefir áður
verið eigandi eða ábúandi einhverrar jarðeignar ellegar
ekki. Sama gildir og um þá handiðnamenn í sveitum,
tígulsteinssmiði, verkamenn í bæjum, sjómenn, og fiski-
menn, sem jafnstæðir eru sveitaverkamönnum að efnum,
svo framarlega sem fiskimennirnir hafa eigi fengið bein
fiskiveiðalán úr ríkislánasjóðinum.
Aðgangurinn til að eignast jörð eftir 3. gr. lag-
anna, er bundinn þeim skilyrðum, að umsækjandinn: