Búnaðarrit - 01.06.1927, Síða 129
BÚNAÐARRIT
Heiðurs-verðlaun
úr Styrktarsjóði Kristjáns konungs IX.
árin 1912—1924.
Paðir minn, Sigurður Sigurðsson ráðunautur, var íyrir skömmu
tekinn að ganga frá þessari ritgerð, er hann Ijest. Vann hann
síðast að henni daginn fyrir andlátið. Mjer fanst því skylt að
láta ekki við svo búið standa, heldur ljúka við ritgerðiua og
láta hana birtast hjer, eins og hann hefir ætlast til. Var það
og ljett verk fyrir mig, þar sem jeg hafði fyrir mjer handrit
hans næstum fullgert. Hefi jeg líka fylgt því að mestu og forð-
ast að breyta svo nokkru næmi. (Eftirmálinn er þó alveg frá
mjer). En komi hjer fyrir einhverjar missagnir, ber auðvitað að
skrifa þær á minn reikning, enda stafa þær þá aðeins af ókunnug-
leika mínum. Sigurður Sigurðsson.
Formáli.
jÞórhallur biskup Bjarnarson ritaði fyrir nokkrum ár-
um fróðlegan útdrátt úr skýrslum þeirra bænda, er þá
höfðu hlotið verðlaun úr sjóðnum. Þessi útdráttur eða
yfirlit, er prentaður í Búnaðarritinu 15. árgangi, 1901,
bls. 186—213; sama riti, 20. árg. 1906, bls. 2 — 8, og
loks enn í sama riti 26. árg. 1912. bls. 36—47. — í
þessum yfirlitsköflum, sem taka yfir 37 ár, 1875—1911,
er útdráttur úr skýrslum 74 manna, er hlotið höfðu
verðlaun þessi umgetnu ár.
I Búnaðarritinu, 15. árg., hefir Þórhallur biskup í
innganginum að yfirlitinu tekið upp gjafabrjef konungs