Búnaðarrit - 01.06.1927, Qupperneq 131
BCNAÐARRIT
345
Áriö 1913.1)
75. lijörn lijarnason, sýslumaður á Sauðafelli í
Balasýslu. Hann2) sljettaði í túninu 9 ha. og jók það
um 21/* ha. Túnbætur hans nema þá eftir þessu alls
llVi ha. Túnið alt girt, á þrjá vegu með gaddavír
{fjórþætt) og hitt með skurði og tveim strengjum ofan
á ruðninginn. Gerð lokræsi (malarræsi) 360 metra. Hann
girti og engjarnar með gaddavír, en þær eru um 22 ha.
Kálgarðar nýir um 800 m2. — Helstu húsabætur, tví-
lyft íbúðarhús úr timbri, 8X8 metr., og fjárhús er
tekur uml70 kindur.
Jarðabótastarfsemi Björns sýslumanns varð til þess,
að hvetja sveitunga hans, (Miðdælinga) og ýmsa aðra
þar vestra til jarðræktar, einkum túnbóta og annara
framkvæmda. Yar hann einn af þeim fyrstu þar í Dala-
sýslu, er hóf jarðabótastarfsemi í stórum stíl. Ýmsar
nýjungar í búnaði eiga rót sína að rekja til Björns sýslu-
manns. Hann var t. d. sá, er fyrstur manna hjer á
.landi útvegaði sjer skilvindu 1895.
76. Ingyar torstcinsson, hreppstjóri og bóndi á
Sölheimum í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu.
Túnasljettur hans eru taldar að vera um 6 ha., og
hefir hann aukið töðuaflann um 200 hesta. Túnið girt
með vörsluskurði, um 1100 metr. Tveir vírstrengir látnir
ofan á ruðninginn til tryggingar vörninni.
Hann hefir bygt upp allan bæinn, gert stóra og vand-
aða baðstofu, fjós fyrir 10 nautgripi og hlöðu við það.
1) Þetta ár voru umsækjendur um verðlaunin 9: 1 úr Rang-
árvallasýslu, 1 úr Arnessýslu, 1 úr Borgarfjatðarsýslu, 1 úr Mýra-
sýslu, 1 úr HúnavatnsBýslu, 1 úr Skagafirði og 1 úr Suður-Þing-
•eyjarsýslu.
2) Allar tímaákvarðanir miðast við það ár, sem skýrslan er gefin.
23