Búnaðarrit - 01.06.1927, Page 136
350
BÚNAÐARRIT
Ariö 1915.1)
81. Friðrik Björnsson,2) bóndi á Litlu-Hólum í
Mýrdal í V.-&kaftafellssýslu.
Jörðin er 3 hundruð eftir jarðamatsbókinni frá 1861,
en talin 1 hundrað að fornu mati. Friðrik byrjaði þar
búskap 1891 og hafði búið þarna í 24 ár, er honum
voru veitt verðlaunin.
Jörðin var talin mjög rýr, er Friðrik settist þar að,
og var þar flest í niðurníðslu. Fengust þá 30—35 hest-
ar af túninu og 50—60 hestar utantúns. Matjurtagarðar
sama sem engir og húsakynni öll ljeleg. — Friðrik byrj-
aði á því að stækka matjurtagarðana og rífa niður gömlu
kofana. Bygði hann snotran bæ og öll peningshús og
hlöður. Jafnframt þessu bætti hann þegar engjarnar með
áveitu og jók við þær. Einnig stækkaði hann túnið og
sljettaði það. Hann kom sjer upp áburðarhúsi og nýtti
alt, sem áburður gat talist. Til drýginda áburðinum
flutti hann heim mýrarhnaus, þurkaði hann og blandaði
saman við áburðinn. Hann gerði tröð og hjelt hestun-
um þar að nóttunni til þess að fá áburð. Einnig flutti
hann heim sauðatað, er safnast hafði í fjárbælum úti á
víðavangi og notaði til áburðar.
Með framúrskarandi dugnaði, útsjón og elju tókst hon-
um smátt og smátt að bæta býli sitt. Fær hann nú
um 160 hesta af túninu í meðalári, 130 hesta af út-
heyi og 38 tunnur af rófum og kartöflum.
Ræktaða landið heflr hann girt, og gert um 298 metr.
langan upphleyptan vagnveg heim að bænum.
Túnasljettur hans og túnútgræðsla nemur 2 ha. Girð-
1) TJmsækjendur þetta árvoru6: 1 úr Vestur-Skaftafellssýslu,
1 úr Rangárvallasýslu, 1 úr Borgarfjarðarsýslu, 1 úr Myrasýslu,
1 úr Strandasýslu og 1 úr Húnavatnssýslu.
2) Sjá ennfremur »Frey« XII. árg. 1915, bls. 94.