Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 139
btJnaðarrit
353
yfir 1000 hesta. Fjárhúsin vel uppgerð, rúmgóö og björt.
Votheystóft gerð árið 1915, um 50 ms á stærð.
Búskapur Guðmundar er stórmyndarlegur og jörðin
ágætlega setin.
Siðari árin notaði Guðmundur plóg og herfi við túna-
bætur sínar, þar sem því verður viðkomið.
Guðmundur er talinn að hafa verið einn af frumkvöðl-
um að stofnun Sláturfjelags Suðurlands, þar í sýslu og
að stofnun kaupfjelags Borgfirðinga.
84. Gaðmnndar Þorvarðarson, hreppstjóri í Litlu-
Sandvílc í Flóa í Árnessýslu. — Hann hefir sljettað í
túninu 4 26 ha. og grætt út 0,7 ha. Girðingar hans eru
alls 10* l */a km., þar af 9,6 km. gaddavírsgirðing á landa-
merkjum og til varnar engjum. Hitt er girðing um tún,
kálearða o. fl. — Kálgarðar rúmir 700 fer.metr.
Aburðarhús hefir hann gert, um 70 m8 og for 38 ms.
Túnið er ágætlega hirt og sprettur vel.
Af engjabótum má nefna áveituskurð um 2354
og flóðgarða 316ms. — Tun- og engjavegur upphleypt-
ur 390 metr. á lengd. — Jarðabætur þessar eru taldar
að vera 2679 dagsverk. — Fjós hefir Guðmundur bygt
fyrir 23 nautgripi, með steyptum flór. Ennfremur 3 hlöð-
ur og fjárhús. — Guðmundur byrjaði búskap 1899, og
þessar framkvæmdir allar eru gerðar á 15 árum. —
Hann hefir verið hrepp3tjóri í 13 ár.
AriÖ 101'T'.1)
85. Gaðmnmlur Þorbjarnarson, bóndi á Stóra-Hofí,
á Rangárvöllum í Rangárvallasýslu. Hann byrjaði búskap
1) Umsækjendur þetta ár voru 13: 4 úr V.-Skaftafellssýslu,
2 úr Rangárvallasýslu, 1 úr Árnessýslu, 1 úr Borgarfjarðarsýslu,
1 úr Mýrasýslu, 1 úr Dalasýslu, 1 úr Strandasýslu, 1 úr Húna-
vatnssýslu og 1 úr Skagafjarðarsýslu.