Búnaðarrit - 01.06.1927, Qupperneq 141
BÚNAÐARRIT
355
Er ein þeirra mest — heima-hlaðan — að nokkru leyti
hlaðin úr grjóti, steinlimd, er tekur 1000 hesta, og svo
hlöður við fjárhús, er taka 200 hesta. — Við heima-
hlöðuna er steypt baðker með sigpalli, er rúmar 30
kindur.
Vatnsleiðsla í bæ og fjós. Vatninu er dælt upp um
6—7 metr.
• Trjágarður er rjett við bæinn, um 375 m2., girtur
og vel hirtur.
Guðmundur er lífið og sálin í öllum fjelagsskap bænda,
og hefir verið það bæði á Hvoli og Stóra-Hofi. — Þegar
hann var í Mýidalnum stofnaði hann smjörbú 1902, og
nautgripafjelag 1903. Einnig var hann einn af forgöngu-
mönnum við stofnun kaupfjelags í V.-Skaftafeilssýslu
1906.
86. Björn Sigfússon, hreppstjóri á Kornsá í Húna-
vatnssýslu. Hann hefir sljettað í túninu SU ha., og grætt
út og gert að túni 1,85 ha., og voru það óræktarmóar.
Auk þess hefir hann ræktað grundir um 1 ha. og byrjað
á að auka túnið að nýju, og er sá viðauki 0,8 ha.
Lokræsi í túninu er rúmir 200 m.
Giiðing er um túnið, úr torfi, með 2—4 vírstrengjum
ofan á, 1320 metr. löng. Auk þess ein-þætt girðing, til
varnar stórgripum, um engjar, 2730 metr. á lengd.
Áburðarhús hefir hann gert, 45 m8, enda er áburðar-
hirðing þar góð. — Töðuaflinn hefir tvöfaldast þau 18 ár,
sem hann hefir búið á Kornsá.
Til varnar skemdum á túninu af völdum Komsár-
innar, hefir Björn hlaðið garð einn mikinn, er kostaði
625 kr; en þar af greiddi landssjóður helminginn. —
Jörðin var þá eign landsins. — Hefir garður þessi komið
að miklum notum og varið túnið fyrir frekari skemdum.
Kálgarður um 750 m2 og trjágarður 70 nr, og eru
báðir garðarnir ágætlega hirtir.
Helstu húsabætur Björns eru þessar: Hann endurbætti